Nafn Mickelson tengt við 2. refsimálið á skömmum tíma
Hinn frábæri bandaríski kylfingur Phil Mickelson var hvergi nærri dómhúsi í Kaliforníu á mánudaginn fyrr í vikunni þegar 57 ára maður hlaut 1 árs og 1 dags fangelsisdóm fyrir peningaþvætti.
Nafn Mickelsons var hvergi nefnt.
En hins vegar er þetta í 2. skipti á innan við mánuði sem veðmál Mickelsons tengist málaferlinum þar sem annar stór veðmálajálkur var ákærður í refsimáli.
Gregory Silveira, sem einnig hlaut dóm upp á $18,000 sektargreiðslu, játaði á sig peningaþvott með því að hafa flutt $2.75 milljónir milli bankareikninga í mars 2010 fyrir ótilgreindan viðskiptavin til þess að liðka fyrir ólöglegri veðmálastarfsemi.
Skv. heimildum var Mickelson einn þeirra sem veðjaði, skv. manni sem segist vera langtíma vinur Silveira og tveggja annarra sem koma að málinu.
Í öðru máli fyrir viku samþykkti Mickelson að endurgreiða næstum $1 milljón sem hann vann sér inn þegar hann fékk ráð varðandihlutabréf frá vini og samveðmálajálknum William “Billy” Walters skv. bandarískum hlutabréfayfirvöldum (U.S. Securities and Exchange Commission (skammstafað: SEC)).
Walters, sem er að horfa í ákærur fyrir innherjaviðskipti neita sök. Mickelson hefir ekki verið ákærður fyrir neitt í málunum.
Hins vegar eru tengsl Mickelsons við báða mennina taldar skaða ímynd hans sem eins af mest vinsælu kylfingum á PGA Tour.
Að veðja er skv. ströngustu siðareglum ekki sæmandi og í reglum PGA leikmanna er tekið fram að þeir eigi ekki að stunda veðmálastarfsemi „eða nokkuð sem fer gegn heilindum leiksins.“
Ty Votaw talsmaður PGA vildi ekki tjá sig neitt um tengsl Mikelson við refsimálin tvö sem og talsmenn Mickelsons.
Lögmaður Mickelsons, Gregory Craig, sagði hins vegar að Mickelson væri saklaus áhorfandi í málinu og endurgreiddi bara þar sem hann vildi ekki græða á neinu sem „SEC liti á sem vafasamt.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
