Næstum 70 „ólöglegum“ golfvöllum lokað í Kína
Kommúnistar í Kína hafa snúist gegn þessu „elítusporti“ sem golfið er, með því að dæma næstum 70 golfvelli „ólöglega“ og á þeim að verða lokað á næstunni.
Með því er verið að framkvæma 10 ára bann á golfvelli í fyrsta sinn.
Þessi tilkynning kom frá innanríkisráðuneyti Kína en Xi Jinping virðist vera sá sem er í forsvari fyrir þessum framkvæmdum.
Kínversk stjórnvöld hafa löngum átt í svolitlum vandræðum með golfið; annars vegar eru það tækifærin á að græða pening sem heilla og eins hafa ýmsir stjórnarliðar heillast af sportinu en hafa orðið að fara laumulega að því að stunda það; því golfið er svo hlaðið vestrænum gildum og auði.
„Sem stendur hafa staðbundin stjórnvöld lokað nokkrum ólöglegum golfvöllum og fyrstu niðurstöðum hefir verið náð í að hreinsa til að betrumbæta,“ sagði í tilkynningunni frá kínverska innanríkisráðuneytinu í gær, mánudaginn 30. mars 2015.
Einn stjórnarmaður Wang Shenyang var sagður vera undir rannsókn vegna þess að hann spilaði golf í andstöðu við „áttundu reglu“ Xi um hegðun opinberra starfsmanna.
Litið er á þessa aðgerð að loka golfvöllunum í Kína sem lið í að kæfa óánægju almennings með breikkandi bil auðs milli manna og hafa stjórnvöld því bannað „óhóf“ á borð við einkaklúbba – þar sem opinberir starfsmenn spila oft – og eins stemmt stigu við leik í sögulegum byggingum og skrúðgörðum.
Mikill kippur hefir verið í uppbyggingu golfs í Kína og hefir golfvöllum þar fjölgað úr minna en 200 árið 2004 í 600 á minna en 11 árum.
Á síðasta ári var tilkynnt að starfsmenn Kommúnistaflokksins á landsbyggðinni í Kína myndu sæta refsingum ef þeir tækju þátt í 9 golftengdum athöfum, þ.á.m. því að ganga í golfklúbb.
Í tilkynningunni var almenningur hvattur til þess að segja frá grundsemdum um slík „golfbrot“ í sérstakt tilkynningarsímanúmer, sem komið hefir verið á laggirnar.
Í grein á vefsíðu nefndar sem flokkurinn hefir einnig komið á fót til að uppræta golfvellina segir m.a. að: um allan heim sé golf samheiti óhóflegrar eyðslu og jafnvel í þróuðustu vestrænu ríkjunum sé það álitið vera „göfugt sport.“
Félagsaðild í golfklúbbum í Kína kostar venjulega „langt yfir venjulegum árstekjum opinberra starfsmanna og almennings,“ sagði og þeir starfsmenn „sem falla fyrir golfinu eiga á hættu að missa tengsl við fjöldann.“
Menn eins og Tiger Woods eru sagðir hafa þegið $16.5 milljónir til þess að endurhanna golfvöll í Peking.
Þeir stjórnarstarfsmenn sem gjarnan vilja vera í golfklúbb gera það oft undir fölsku heiti og verða að vera á verði að vera ekki álitnir spilltir eða „úr tengslum“ við almenning sbr. Dan Washburn sem m.a. hefir skrifað bókina „The Forbidden Game: Golf and the Chinese Dream“. (Bannaði leikurinn Golf og kínverski draumurinn (útúrsnúningur út úr „The forbidden city – sem er keisarahöllin í Peking“ ).
Washburn benti á, á Twitter, að lokunartilkynningin kæmi aðeins nokkrum dögum eftir að tilkynnt hefði verið að Tiger Woods ætti að hljóta $16.5 milljónir til þess að endurhanna golfvöll í höfuðborginni. „Þvílíkt land!“ bætti Washburn við.
Þrír af þessum 66 golfvöllum sem kommúnistanefnd innanríkisráðuneytisins útnefnir sem ólöglega eru í Peking. Átta þessara golfvalla eru í Shandong, og 12 vallanna eru í Guangdong og Yunnan héruðunum.
Jafnvel höfuðborg goflsins í Kína þ.e. Hainan eyja hefir ekki farið varhluta að lokunum, en þar á að loka 3 golfvöllum.
Þetta er ansi skondið í ljósi þess að í Kína er stærsti golfstaðurinn – — the Mission Hills Golf Club í Suður-Kína þ.e. Shenzhen, sem er á landamælum Hong Kong. 20-ferkilometra golfstaðurinn var opnaður 1994 og er með 12 18-holu golfvelli.
Golfstaðir hafa margfaldast og margir frábærir kínverskir kylfingar hafa komið fram á sjónarsviðið menn eins og Shanshan Feng í kvennagolfinu og Guan Tianlang (sá yngsti til að komast í gegnum niðurskurð á The Masters risamótinu) hafa komið fram á sjónarsviðið.
En á sama tíma og golfstöðum hefir fjölgað svo virðist einnig andstaða ráðamanna við golfið hafa magnast að sama skapi.
Í s.l. nóvember fór fram World Golf Championships-HSBC Champions mótið, mót sem þett er sem „risamót Asíu“ en það fór fram í Shanghaí og voru 40 af 50 bestu kylfingum sem tóku þátt 2. árið í röð.
Verðlaunafé í mótinu trekkir en það er ansi hátt eða $ 8,5 milljóna og er stærsta mótið fyrir utan Opna breska og Opna bandaríska..
Nefnd innanríkisráðuneytisns veitti aðeins litlar upplýsingar um önnur rök fyrir lokun golfvallanna en vatns og umhverfissjónarmið voru líka týnd til sögunnar.
Talskona Golfsambands Kína, sem lýtur stjórn íþróttaráðuneytis Kommúnistaflokksins sagði að hún gæti ekki tjáð sig um þessar síðustu aðgerðir ráðamanna gegn golfinu í Kína.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
