Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2018 | 09:00

Næsta golfstjarna Skota?

Anthony Finnie er bara 5 ára, en hann er í dag sá yngsti sem nokkru sinni hefir tekið þátt í Junior European Open.

Anthony byrjaði í golfi í fyrra en fékk að fara á Carnoustie að fylgjast með stjörnunum á Opna breska.

Þar hitti hann m.a. sigurvegarann í ár Francesco Molinari og Rory McIlroy áritaði bolta fyrir hann og eins fékk hann gjöf frá Darren Clarke.

Anthony og Darren Clarke

Það er svo óendanlega mikilvægt að golfstjörnur. sem upp til hópa eru egócentrískir sjálfselskupúkar, séu góðar fyrirmyndir og góðir við börn, sem líta upp til þeirra.

A.m.k. var reynsla Anthony Finnie af Carnoustie heimsókninni svo góð að nú vill hann ekki gera neitt annað en spila golf.

Þessi 5 ára strákur frá Renfrewshire í Skotlandi hefir líka þegar brillerað, þó ekki sé langt síðan hann byrjaði að spila golf. Hann fór m.a. holu í höggi á golf áskorun sem sett var upp af Irish Tourist Board á Opna breska og hann varð i 6. sæti með pabba sínum Peter í úrslitum American Golf family challenge, sem fram fór á Belfry og var sjónvarpað á Sky Sports.

Anthony fer einu sinni í viku í golfkennslu hjá golfkennara sínum Robbie King í Carrick Golf Club við Loch Lomond, en bæði Anthony og foreldrar hans hafa komist að því að það er erfitt að finna góð mót fyrir 5 ára krakka. Og því ætlar hann bara að keppa við stóru strákana á úrtökumóti á Junior European Open, þar sem elsti þátttakandinn er 17 ára.

Þetta er scratch mót þannig að Anthony veit að hann á lítinn sjéns á móti 9-10 ára keppendunum, sem eru yngsti aldursflokkurinn en Anthony er ákveðinn að taka þátt sérstaklega eftir að hafa hitt átrúnaðargoð sitt Rory og eftir að hafa fengið hvatningarorð frá sigurvegara Opna breska í ár, Francesco Molinari.

Hann vill bara taka þátt í móti og við ætlum að veita honum tækifæri til þess,“ sagði pabbi hans Peter. „Skemmtunin að taka þátt mun bæta fyrir vonbrigðin að tapa fyrir eldri strákunum.

Stofnandi Junior European Open, Fred Moghadam var efins um hvort rétt væri að Anthony tæki þátt aðeins 5 ára og hringdi í mömmu hans.

„Við munum svo sannarlega taka vel á móti Anthony í Alloa Golf Club og reyna að fá hann til að finnast hann vera heima hjá sér og njóta mótsins og reynslunnar sem hann fær.“

Mótið í Alloa Golf Club er úrtökumót og verðlaunahafar fá að taka þátt í lokamótinu á Costa del Sol í nóvember.

Anthony Finnie verður e.t.v. ekki meðal keppenda þar í ár … en bíðið bara eftir honum 2019 og þar á eftir …

… e.t.v. er hann næsta framtíðar golfstjarna Skota?