Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2014 | 18:00

Nadia Forde talar um samband sitt við Rory

Írska módelið, Nadia Forde, hefir í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um hversu vænt henni þyki um Rory eftir að þau sáust yfirgefa bar saman kl. 3 eftir miðnætti fyrir viku síðan.

Það er sagt henni að þakka að Rory sést aftur ofarlega á skortöflum helstu golfmóta heims; hún hafi góð áhrif á hann.

Forde sagði um Rory: „Ég hitti hann í gegnum sameiginlega vini okkar. Hann er yndislegur og mér þykir vænt um hann.“

Nokkrum dögum eftir að Rory skemmti sér með Forde og fleiri vinum, var hann upp á sitt besta á Opna skoska; hóf leikinn á 64 höggum!… þó honum hafi ekki tekist að klára.

„Aðalatriðið með okkur Rory er að við eigum góða sameiginlega vini, sem kynntu okkur og við höfum varið tíma saman“

Nadia Forde

Nadia Forde

Fyrir viku síðan sátu Nadia og Rory saman, hlógu skemmtu sér saman í House bar í Dublin og yfirgáfu síðan samkvæmið saman kl. 3:00.

Aðspurð hvort Rory væri hennar týpa svaraði Nadía:„Ég á enga sérstaka týpu, ef ég á að vera hreinskilin.“

Ef maður ætti að vekja áhuga hennar sagði Nadia að hann yrði að vera: „svolítið frakkur náungi sem fær mig til að hlæja…. strákur með blik í augum.“

Nadia bætti við: „Þetta snýst ekki um útlitið.  Það snýst um persónuna.“

„Ég held að hverjum svo sem ég enda með, þá verðum við fyrst að vera vinir. Mikilvægt er að viðkomandi hafi metnað og dræv og sé duglegur – það virkar á mig.“

(Ekki spurning að Rory er með „dræv“ 🙂