Kevin fagnar Shriners sigrinum ásamt dóttur sinni Sophia Na neitaði að tjá sig um „fölsku sögusagna“ athugsemd sína
Kevin Na þurfti að bíða í langan tíma þar til hann vann loks á mótaröð þeirra bestu í heimi, PGA Tour.
Hann verður ekki yngri, fremur en við hin, en nú á síðasta ári hefir eitthvað gerst hjá honum.
Na hefir nú sigrað þrívegis á PGA Tour í sl. 30 mótum, sem hann hefir spilað í og í tveimur heima í Las Vegas.
Fyrir sl. sunnudag hafði hann aldrei sigrað í bráðabana, hafði tapað í öllum 3 skiptunum, sem hann lenti í þeim aðstæðum, en á Shriners Open á TPC Summerlin náði hann einum slíkum sigri.
Pabbi hans var líka að fylgjast með honum í fyrsta sinn, sem var mjög sérstakt fyrir Na og eins var dóttir hans að fylgjast með pabba sínum sigra í 4. PGA Tour móti sínu.
Na fæddist í Kóreu en fluttist til Bandaríkjanna þegar hann var 8 ára. Nú þegar hann er 36 ára gátu allir séð hversu mikla þýðingu sigurinn á heimavelli hafði í Las Vegas í 2. skipti – borginni sem Na býr í.
Eftir sigurinn var Na í viðtali hjá Chantel McCabe þar sem hann svaraði m.a. spurningum og baráttuna út á velli við Patrick Cantlay, sem varð í 2. sæti. M.a. var fjallað um þrefalda skollann, sem Na fékk á 10. holu og hvernig hann náði andlega að koma aftur tilbaka „in the zone“,en síðan sagði Na við McCabe „ég vil segja svolítið á kóreönsku„
Þegar Na síðan sagði nokkur orð til kóreanskra landa sinna voru tilfinningarnar að bera hann ofurliði en skilaboðin tóku um 45 sekúndur.
Seinna settist Na niður á blaðamannafundi og þá var hann spurður um það hvað hann hefði nákvæmlega sagt á kóreönsku.
„Ég sagði bara að þetta hefði verið mikil vinna,“ sagði Na. „Ég þakkaði áhangendunum fyrir að trúa á mig og hvetja mig áfram. Ég vildi bara líka senda skilaboð, heim.“
Nú skv. Will Gray á Golf Channel þá sleppti Na nokkrum lykilatriðum í enskri þýðingu sinni á skilaboðum sínum til kóreanskra áhanganda á kóreönsku. Gray sagði að við nákvæma þýðingu þá hefði Na sagt: „Til kóreanskra áhangenda minna þakkir fyrir að styðja mig alltaf og trúa á mig þrátt fyrir allar þessar „fölsku sögusagnir“ (ens.: false rumor) um mig. Ég vil segja takk. Skiptir ekki máli hvað nokkur hefir sagt um mig; ég er hamingjusamur. Þannig að ég hef þagað en mér finnst að ég hafi sýnt ykkur tilfinningar mínar með kylfunum í dag. Jafnvel þegar ég beit í tunguna á mér. Ég hef komið að þessum punkti. Þakka ykkur aftur áhangendur mínir; Sjáumst aftur fljótt í CJ Cup.“
Na neitaði að tjá sig frekar um kóreönsk skilaboð sín; sagði: „Nei, ég held að ég hafi sagt nóg.“
Hvað gæti Na hafa átt við?
Fréttamenn hafa velt því fyrir sér – umfjöllunin um Na hefir ekki alltaf verið jákvæð – og hann fer í taugarnar á mörgum vegna ótrúlegrar hægrar spilamennsku og sérstaklega fjölda „vagga“ (ens. waggles) á teig og hefir hlotið gagnrýni fyrir það. Er það, það sem Na á við með „fölskum sögusögnum“? – Það er ekkert rangt við þetta tvennt – hann er með hægari leikmönnum og tekur mörg vögg. Skyldi hann hafa átt við eitthvað annað? Menn voru bara gáttaðir á blaðamannafundinum … og kannski leynist eitthvað allt annað á bakvið „fölsku sögusagnirnar“ – eitthvað sem eftir á að koma á daginn.
___________________
Upplýsingar í blálokin um Na:
Hann er fæddur 15. september 1983 og því eins og áður er komið fram 36 ára.
Na er 1,8 m á hæð.
Hann er kvæntur, Julianne Na og saman eiga þau dótturina Sophiu.
Hann er með menntun úr Diamond Bar High School, en hætti sem næstefstibekkingur (ens. junior) til að gerast atvinnumaður í golfi, 17 ára.
Na hefir sigrað 7 sinnum sem atvinnumaður þar af 4 sinnum á PGA Tour.
Besti árangur Na í risamótum er 7. sætið á Opna bandaríska 2016.
Hæst hefir Na náð að vera í 19. sæti á heimslistanum (1. nóvember 2015) – miðað við 6/10 2019.
Í aðalmyndaglugga: Na fagnar sigri sínum á Shriners 2019 með dóttur sinni, Sophiu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
