Myndskeið: Viðtal við Tiger eftir sigurinn á Chevron World Challenge
Til þess að sjá myndskeið á ensku af viðtali, sem tekið var við Tiger rétt eftir sigur hans á Chevron World Challenge, smellið hér: VIÐTAL VIÐ TIGER EFTIR SIGUR Á CHEVRON WORLD CHALLENGE
Hér að neðan má sjá afar lauslega þýðingu á viðtalinu á íslensku:
Fréttamaður: Tiger, þetta hafa verið löng 2 ár, hvernig er tilfinningin að sigra?
Tiger: Hún er frábær, það var gaman að enda þetta svona, þetta var tvísýnt á 16., en höggið sem hann (Johnson) spilaði á 14. var brandari var það ekki? Það fór svolítið til vinstri. Ég hélt ég væri kominn í forystu þarna. Ég held að það hafi snúið leiknum við. Ég hélt að hann myndi fá skolla og erfitt yrði að halda honum (boltanum) inni á flötinni en það næsta sem ég vissi var að ég var kominn höggi á eftir, en eftir það setti ég niður tvö góð pútt.
Fréttamaður: Hversu mikilvægt var púttið á 17. braut?
Tiger: Það gaf mér tækifæri, því hefði ég ekki sett það niður og við værum komnir á 18. braut væri leikurinn aftur undir stjórn Zach – ef hann hefði sett niður fugl hefði ég ekki haft tækifæri til sigurs – ég ætlaði að gefa mér tækifæri þar sem fugl gæti leitt til umspils eða sigurs a.m.k. ætti ég val og þessi árangur var gríðarlega stór.
Fréttamaður: Ef þú gætir lýst tilfinningum þínum núna væri það meira gleði, fullnæging, léttir – hvernig myndir þú lýsa þeim?
Tiger: Hvernig sem þær eru þá eru þær frábærar!
Fréttamaður: Opnar þetta flóðgáttirnar fyrir næsta ár, nú þegar þér hefir tekist þetta í lok árs (að sigra)- þetta er óopinbert en fyrir þig er þetta mikilvægt?
Tiger: Það má líta á hvað Jimmy (Furyk) gerði hér fyrir nokkrum árum – hann kom hingað, sigraði og átti heljarinnar gott ár eftir það- vonandi get ég gert það sama.
Fréttamaður: Þú ert ánægður en það er líka mikið af fólkinu hér –
Tiger: Það var frábært að koma hingað og gera það sem við vorum að gera, að styrkja börn (sbr. t.d. átakið „Eagles for Education“ sem var í gangi í mótinu – en fyrir hvern örn sem kapparnir náðu rann ákveðin upphæð til menntunar barna í Bandaríkjunum); Í dag var bara fullkominn dagur, það var bara eins og að spila í helgidóm – dæmigerður dagur í Suður-Kaliforníu og ég held að allir hafi notið hans.
Fréttamaður: Takk fyrir.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024