Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2011 | 08:00

Myndskeið: Kylfukast Sergio Garcia í Thaílandi í gær

Golf getur verið ansi hreint pirrandi íþrótt þegar ekki gengur vel. Það fékk Sergio Garcia að reyna í gær, 15. desember 2011  á fyrsta degi Thailand Golf Championship. Eftir misheppnað högg af 8. teig henti hann 5-járninu sínu út í tjörn sem var vinstra megin við hann. Þessum skapstóra Spánverja er hins vegar búið að ganga vel á árinu s.s. sigrar hans í Castelleon og á Andalucia Masters á Valderrama, viku eftir viku í síðasta mánuði sýna. Frekar leiðinlegt hjá honum að ljúka árinu með broti á siðareglum golfþróttarinnar.

Sjá má myndskeið af kylfukasti Sergio Garcia með því að smella HÉR: