Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2011 | 16:00

Myndskeið: Högg ársins á PGA nr. 8 – Bubba Watson

Einn af þrumufleygum ársins á PGA Tour 2011 var hleypt af stað þegar á fyrsta móti ársins 2011, Hyundai Tournament of Champions, í Kapalua, á Hawaii.  Það var sleggjan Bubba Watson, sem átti skrímsladræv á 18.braut Plantation golfvallarins. Þetta var 2. höggið hans á þessari erfiðu par-5 braut og Bubba náði erni á holuna á þessum 1. hring mótsins. Þess bera að geta að brautin er 606 metra löng. Bubba lauk keppni á mótinu með því að deila 25. sætinu með Hunter Mahan og Charlie Hoffman.   Það var síðan Jonathan Byrd sem sigraði í mótinu eftir umspil við Robert Garrigus.

Sjá má myndskeið af drævinu með því að smella HÉR: