Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2011 | 01:30

Myndskeið: Hápunktar dagsins sem Tiger sneri aftur – 4. dagur á Chevron

Hinn 4. desember 2011 sneri Tiger aftur á sigurbraut – eftir 2 ára eyðimerkurgöngu, sem hófst með að hann keyrði á tré og lauk með skilnaði hans við eiginkonuna Elínu Nordegren. Í 2 ár höfum við fylgst með sorgum Tigers, en í dag er dagur sigurs. Þetta er dagur fögnuðar fyrir alla golfáhugamenn, sem elska fallegan golfleik. Og leikur Tigers var svo sannarlega fallegur – Hann bauð upp á allt sem fylgir góðri skemmtun í golfi – að vera undir, berjast og komast yfir – sigra.

Með því að smella hér má sjá myndskeið af hápunktum 4. dags: CHEVRON WORLD CHALLENGE 4. DAGUR