Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2011 | 06:00

Myndskeið: Hápunktar 2. dags á Chevron

Hér fyrir neðan er myndskeið af nokkrum æðislegum höggum frá 2. degi Chevron World Challenge. Myndskeiðið hefst á erni Webb Simpson á par-5 11. brautinni, en fyrir hvern örn sem fenginn er á mótinu fer ákveðin upphæð til góðgerðarverkefna sem Tiger Woods Foundation styrkir (þetta átak nefnist „Eagles for Education“ eða lauslega þýtt „ernir fyrir menntun“ þ.e. fjárhæðin sem fengin er fyrir hvern örn rennur til menntunarmála.  Annar hringurinn var Webb þó erfiður – hann var á 79 höggum.

Næst sést frábært högg Rickie Fowler á 16. braut, en hann náði líka erni. Svo er fallegt pútt Hunter Mahan, sem hann setti niður af 50 feta færi (u.þ.b. 15 metra færi) á 9. braut – hann var á 68 höggum og er einn af 12 úr Forsetabikarsliði Bandaríkjanna, sem þátt tekur í mótinu.

Það var heilmikill fuglasöngur hjá Zach Johnson. Hann fékk 6 fugla í röð frá 6.-12.braut og var líka á 67 höggum líkt og Tiger og Kucher, en sá síðarnefndi sést næst slá frábært högg á 9., þar sem hann fékk fugl.

Svo er komið að kafla KJ Choi, sem gekk ekki sérlega vel á 2. degi eftir að hafa verið í forystu eftir 1. dag – Á 2. degi var Choi á 73 höggum, en sýndi þó nokkra snilldartakta t.d. eins og sést í myndskeiðinu þegar hann sló upp úr flatarglompu við 13. holu og bjargaði pari. Choi var með Tiger í holli.

Loks er komið að snilldartöktum Tiger í myndskeiðinu – fyrst sýndur örninn frábæri sem hann fékk á par-5 2. brautinni og síðan örninn á 11. og svo chippið „ólukkulega“ að 13. holu, sem stoppaði á holubarminum og hefði komið honum -6 undir par.

Með því að smella hér má síðan sjá myndskeiðið, sem lýst er hér að ofan: CHEVRON WORLD CHALLENGE – 2. DAGUR