Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2011 | 12:00

Myndskeið af nektarmyndartöku Belen Mozo

Spænski kylfingurinn Belen Mozo sem spilar bæði á LET og LPGA sat, s.s. Golf1 greindi frá fyrir skemmstu , fyrir í nektamyndum fyrir ESPN – The Magazine´s Body Issue.

Margir frægir kylfingar hafa setið fyrir hjá ESPN og er skemmst að minnast skemmtilegrar myndar af hinum kólombíska Camilo Villegas í köngulóarstellingunni, sem Belen hreifst mjög af líkt og aðrir kvenkylfingar.

Eins hafa W-7 módelið og Solheim Cup liðsmaðurinn Sandra Gal setið fyrir hjá ESPN, sem og LPGA kylfingarnir Cristina Kim og Anna Grezebien.

Nú hefir ESPN sent frá sér myndskeið frá nektarmyndatökunni með Belen, þar sem Belen segir m.a. að þetta sé í fyrsta sinn sem hún sitji nakin fyrir og að erfitt hafi verið að vera nakin fyrir framan þá sem á horfðu.  Eins var myndað úti í náttúrunni og varð hún að sitja kyrr meðan margfætla stríddi henni.  Í myndskeiðinu dáist Belen síðan bara að því hvernig lýsing getur breytt mynd.

Sjá má myndskeiðið með því að smella hér: BELEN MOZO