Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2016 | 13:30

Myndir af Hillary og Trump í golfi

Tja nú er forsetakosningaslagurinn í Bandaríkjunum liðinn hjá …. og a.m.k. hluti heimsbyggðarinnar í sjokki yfir niðurstöðum kosninganna.

Hræddir yfir að yfir vofi nýir tímar einangrunarstefnu Bandaríkjanna; þar sem áherslan verði á „heimska, hvíta karlmenn“ og allir aðrir látnir sitja hjá.

Fyrirsögn greinarinnar er „Myndir af Hillary (Clinton) og (Donald) Trump í golfi.“

Hún var aldrei á þá leið að þau hefðu farið saman í golf …. enda væntanlega langt því frá að það gerist.

Hins vegar eru bæði miklir aðdáendur golfíþróttarinnar, þannig að jafnvel þó Hillary hefði verið valinn forseti þá hefðu Bandaríkjamenn ekki aðeins skrifað sögu með því að eignast fyrsta kvenforsetann heldur líka kvenforseta, sem er aldeilis hreint frambærileg í golfi!

Hér má sjá myndir sem Golf.com tók saman af báðum fyrrum forsetaframbjóðendunum við ýmis tækifæri (sem sagt ekki saman) í golfi SMELLIÐ HÉR: