Myndasería og úrslit: Horft tilbaka yfir íslenska golfsumarið – Sjóarinn síkáti – GG – 4. júní ´11
Sjóarinn Síkáti Open – Þorbjörninn hf. eitt stærsta golfmót Grindvíkinga, sem lengi hefur verið mjög vinsælt meðal kylfinga og er hluti af veisluhöldum í tilefni sjómannadagsins í Grindavík: hátíðinni „Sjóaranum síkáta“, fór fram laugardaginn 4. júní 2011 í góðu veðri en nokkrum strekkingi. Hátíðabragur var á Grindavík og hús skreytt flöggum og fíneríi og var golfskálinn engin undantekning.
Góð þátttaka var á Sjóaranum Síkáta Open og voru 77 manns skráðir til keppni, en þar af luku keppni 74, 72 karlar og 2 konur. Hámarksforgjöf karla var 24 og kvenna 28. Leikfyrirkomulag var punktakeppni með og án forgjafar og voru verðlaunin veglegar fiskafurðir frá Þorbirni hf. eins og ávallt hefur verið hjá GG í tilefni sjómannadagsins:
1. sæti með forgjöf fiskafurðir og einstaklingsárskort í Bláa Lónið (gildir fyrir 1 fullorðinn og tvö börn)
1. sæti án forgjafar fiskafurðir og einstaklingsárskort í Bláa Lónið (gildir fyrir 1 fullorðinn og tvö börn)
2. sæti með forgjöf fiskafurðir og Cleveland hybrid kylfa
3. sæti með forgjöf fiskafurðir og 15.000 kr gjafabréf í Golfbúð Hafnarfjarðar.
4. sæti með forgjöf fiskafurðir, tvö pör af Callaway Warbird golfhönskum og Nike regnhlíf.
Þorbjörn hefir verið aðalstyrktaraðili Sjóarans Síkáta Open frá upphafi.
Einnig voru veitt nándarverðlaun fyrir að vera næst pinna á 4./17. 8. og 13. holu:
Gjafabréf að verðmæti 10.000 kr á Veitingarstaðinn Salthúsið, Grindavík
Sund og golf gleraugu og vörur frá Bláa Lóninu og gjafabréf í Golfbúð Hafnarfjarðar.
Sigurvegarar í mótinu voru eftirtaldir:
Punktakeppni með forgjöf:
1. sæti Halldór Ingi Lúðvíksson, GKG, 39 pkt.
2. sæti Bergvin Friðberg Ólafarson, GG, 39 pkt.
3. sæti Hjalti Sigvaldason Mogensen, GKG, 38 pkt.
4. sæti Jósef Kristinn Ólafsson, GG, 37 pkt.
Punktakeppni án forgjafar:
1. sæti Björgvin Sigmundsson, GS, 35 pkt (72 högg)
Nándarverðlaun hlutu eftirfarandi:
4./17. braut Takahashi, GG, 4,53 m
8. braut Jón Erlendsson, GKG, 6,17 m,
13. braut Jósef K. Ólafsson, GG, 2,16 m
Til þess að sjá myndaseríu úr mótinu smellið HÉR: SJÓARINN SÍKÁTI OPEN – 4. JÚNÍ 2011
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?
- janúar. 25. 2021 | 04:55 PGA: Si Woo Kim sigraði á American Express
- janúar. 24. 2021 | 23:59 LPGA: Jessica Korda sigraði á Diamond Resorts TOC!
- janúar. 24. 2021 | 17:00 Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!
- janúar. 24. 2021 | 16:30 Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!
- janúar. 24. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Jónsson – 24. janúar 2021
- janúar. 24. 2021 | 08:00 PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 23. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021