Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2011 | 17:00

Myndasería og úrslit: Horft tilbaka yfir íslenska golfsumarið – Opna kvennamót GSS – 2. júlí 2011

Það var í einstakri sumarblíðu sem Opna kvennamót GSS fór fram 2. júlí s.l. sumar. GSS heldur árlega glæsilegasta kvennamót landsins – þar sem engin kona fer tómhent heim í lok dags – Þær sem sigra á mótinu fá að velja fyrstar af glæsilegu verðlaunaborði, sem svignar undan vinningunum, sem kvennanefndin leggur ár hvert mikla vinnu í að afla styrkaraðila fyrir.  Þetta er eins og jólahlaðborð um mitt sumar – allar fá gjafir fyrir að taka þátt í skemmtilegu móti

Í ár veittu eftirfarandi einstaklingar og fyrirtæki verðlaun: Hlíðarkaup, Landsbankinn, Elsga, Heiða Héraðsskjala-safnið, Sveitarfelagið Skagafjörður, Arion banki, Tískuhúsið, Táin og Strata, Kúnst hársn.st., Blóma- og Gjafabúðin, Sigríður Eygló, Heilbrigðisstofnunin, Iðnsveinafélag Skagafjarðar, Hótel Mikligarður, Ás-kaffi, Hard-wok-café, Hárgr.stofa Margrétar, Nýprent, Hársn.st. Capello, Rafsjá, Hjá Ernu, Skagfirðingabúð, Dögun, Fisk-Seafood, Skagafjarðarveitur, Sauðárkróksbakarí, Þreksport, Flokka ehf., Hjalti Árnason, ljósmyndari; Lyf og heilsa, Lyfja Sauðárkróki, Drangeyjarferðir og Harpa bókagerð.

Ótrúlega mikið starf fer í að safna verðlaunum, sem verða glæsilegri ár frá ári. Allt mótið og umgjörð þess er til mikillar fyrirmyndar. Teigar eru skreyttir með blómum og After Eight kassi á hverjum teig konum til hressingar. Ræsir nú í ár sem fyrr var Gunnar Sandholt, sem fékk konunum brandarara ef ske kynni að tafir yrðu á leiðinni (skemmtileg nýung sem fleiri mót mættu taka til fyrirmyndar) auk hrukkukrems í teiggjöf 🙂 og tók síðan á móti öllum keppendum með hvítvínsglas í mótslok.  Já, þetta er dekur af hæstu gráðu….

Enda breiðist orðspor mótsins út og þátttakendum fer fjölgandi ár frá ári – Í ár voru 58 konur skráðar í mótið og luku 55 keppni. Leikfyrirkomulag var sem fyrr punktakeppni með og án  forgjafar, hámarksforgjöf var 28. Eins voru veitt verðlaun fyrir flestar sexur, fyrir að fara oftast í vatnið (verðlaunin var kassi af gómsætri Hólableikju) og fyrir að vera næst holu.

Til þess að sjá myndaseríu úr mótinu smellið hér: OPNA KVENNAMÓT GSS 2011

Helstu úrslit voru eftirfarandi:

Punktakeppni með forgjöf: 

1. sæti Anna Einarsdóttir, GA, 42 pkt.

2. sæti Sigríður Elín Þórðardóttir, GSS, 38 pkt.

3. sæti Aldís Ósk Unnarsdóttir, GSS, 38 pkt.

4. sæti Guðrún Ásgerður Jónsdóttir, GÓS, 37 pkt.

5. sæti Árný Lilja Árnadóttir, GSS, 37 pkt.

 

Punktakeppni án forgjafar:

1. sæti Árný Lilja Árnadóttir, GSS, 28 pkt.

2. sæti Sigríður Elín Þórðardóttir, GSS, 22 pkt.

3. sæti Guðrún Ásgerður Jónsdóttir, GÓS, 22 pkt.

4. sæti Ragnheiður Matthíasdóttir, GSS, 22. pkt.