Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2011 | 17:00

Myndasería og úrslit: Horft tilbaka yfir íslenska golfsumarið – Opna Úrval Útsýn hjá NK – 25. júní 2011

Opna Úrval-Útsýn mótið fór fram laugardaginn 25. júní á Nesvellinum í einu besta veðri sumarsins fram að því. Um 111 voru skráðir í mótið og luku 103 keppni, þar af 11 konur. Bestu tilþrif mótsins átti Baldvin Kristján Baldvinsson, GO, en hann fór holu í höggi í mótinu, á 2. holu Nesvallar. Nesvöllurinn var góður, en heldur þurr, vegna þess að ekkert hafði rignt um skeið þegar mótið fór fram.

Baldvin Kristján Baldvinsson, GO, fór holu í höggi á 2. holu Nesvallar í Opna Úrval Útsýn mótinu, 25. júní 2011. Mynd: nkgolf.is

Sjá má myndaseríu frá mótinu með því að smella hér: OPNA ÚRVAL ÚTSÝN MÓTIÐ Á NESVELLI 2011

Úrslit urðu annars þessi:

Höggleikur:

1. sæti – Nökkvi Gunnarsson, NK – 69 högg

2. sæti – Haukur Óskarsson, NK – 72 högg

3. sæti – Rúnar Geir Gunnarsson, NK – 73 högg (eftir bráðabana við Gauta Grétarsson)

Punktakeppni:

1. sæti – Davíð Kristján Guðmundsson, NK – 42 punktar

2. sæti – Tryggvi Haraldur Georgsson, GKJ – 41 punktur

3. sæti – Hólmsteinn Björnsson, NK – 39 punktar

Nándarverðlaun:

2./11. hola – Baldvin Kristján Baldvinsson, GO – hola í höggi

5./14 hola – Gauti Grétarsson, NK – 1,05 metra frá holu