
Myndasería og úrslit: Horft tilbaka yfir íslenska golfsumarið – Grand Open hjá GSE – 13. júní 2011
Glæsilegt Grand Open golfmót fór fram á Setbergsvelli í Hafnarfirði, 2. í Hvítasunnu, mánudaginn 13. júní í sumar. Alls voru 104 kylfingar skráðir í mótið og 98 luku keppni; 86 karlar og 12 konur. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og verðlaun veitt fyrir 5 efstu sætin og jafnframt 69. sætið. Eins voru veitt verðlaun fyrir besta skor án forgjafar, en ekki hægt að taka verðlaun bæði fyrir besta skorið og verðlaun í punktakeppni. Veitt voru nándarverðlaun á öllum par-3 brautum og dregið úr fjölda skorkorta. Skorkortavinningar voru fjölmargir:
2 x steikarhlaðborð fyrir tvo á Brasserie Aski.
5 x gjafabréf frá Dominos.
5 x gjafabréf frá Hamborgarafabrikkunni.
2 x æfingaboltar merktir N1.
2 x Varðskipið Óðinn bók + diskur
Það var skýjað en annars ágætis veður og sólin lét jafnvel sjá sig inn á milli, þótt flestir hefðu kosið að aðeins hlýrra hefði verið.
Hér má sjá myndaseríu frá mótinu: GRAND OPEN 2011
Helstu úrslit voru eftirfarandi:
Besta skor án forgjafar:
1. sæti Helgi Runólfsson, GK, 70 högg. Helgi hlaut í verðlaun Bushnell Tour V2 fjarlægðarmæli með PinSeeker og hádegishlaðborð fyrir tvo á Brasserie Aski. Heildarverðmæti vinnings um kr. 55.000.
Punktakeppni með forgjöf:
1. sæti Goði Már Daðason, GO, 44 punktar: Goði hlaut í verðlaun gistingu fyrir tvo eina nótt á Grand Hótel Reykjavík í tveggja manna executive herbergi með morgunverði og kvöldverði fyrir tvo í Brasserie Grand ásamt vínflösku og hádegishlaðborð fyrir tvo á Brasserie Aski. Heildarverðmæti vinnings um kr. 55.000.
2. sæti Hallbera Eiríksdóttir, GB, 42 punktar: Hallbera hlaut í verðlaun gistingu fyrir tvo í tveggja manna herbergi með baði og morgunverði í eina nótt á einu af Fosshótelunum og tölvuhátalara Voizze 330, með nettu bassaboxi.
3. sæti Halldór Örvar Stefánsson, GSE, 41 punktur. Halldór Örvar hlaut í verðlaun “Sex til sýnis” fyrir tvo á Fjalakettinum og hádegishlaðborð fyrir tvo á Brasserie Aski.
4. sæti Lovísa Hermannsdóttir, GK, 41 punktur: Lovísa hlaut í verðlaun gjafabréf frá Vita að fjárhæð kr. 20.000 og 2 x gjafabréf frá Hamborgarafabrikkunni (1 hamborgari og gosdrykkur).
5. sæti Guðmundur Guðmundsson, GSE, 40 punktar. Guðmundur hlaut í verðlaun Doss Rotating Speaker System (Dock for iPod & iPhone) og 2 x gjafabréf frá Hamborgarafabrikkunni (1 hamborgari og gosdrykkur).
69. sæti Pétur Andri Ólafsson, GKG, 28 punktar. Pétur Andri hlaut í verðlaun gjafabréf frá Icewear.
Nándarverðlaun:
Næst holu á 2/11: prentari Canon PIXMA iP4850 að verðmæti kr. 18.000.
Næst holu á 5/14: Gjafabréf fyrir fjölsk. (allt að 6 manns) í hvalaskoðun að verðmæti kr. 25.000.
Næst holu á 8: Steikarhlaðborð fyrir tvo á Brasserie Aski og 12 Titleist Nxt golfboltar.
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)