Epli Opið Mót á Hvaleyrinni fer fram 9. ágúst 2014. – Opna Epli.is 23. júlí 2016. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2012 | 11:00

Myndasería og úrslit: Horft tilbaka yfir íslenska golfsumarið – Epli Opið mót hjá GK – 20. ágúst 2011

Laugardaginn 20. ágúst 2011 fór fram á Hvaleyrinni Epli Opið mót.  Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og höggleikur.  Eftir 18 spilaðar holur voru Pétur Óskar Sigurðsson, GR og Sveinn Sigurbergsson, GK jafnir í efsta sæti, á -1 undir pari, þ.e. á glæsilegum 70 höggum.  Eftir umspil  var það Pétur sem stóð uppi sem sigurvegari og tók glæsileg verðlaunin fyrir besta skor – iPad 16GB Wi-Fi.

Sigurvegarar í Epli Opið 20. ágúst 2011, ásamt Bjarna Ákasyni t.v. Mynd: keilir.is

Til þess að sjá myndaseríu úr mótinu smellið hér: EPLI OPIÐ MÓT Á HVALEYRINNI – 20. ÁGÚST 2011

Í efstu 5 sætunum í punktakeppninni urðu eftirfarandi.
1. sæti Bjarki Sigurjónsson, GK, 43 punktar. Hann hlaut í verðlaun  iPad 16GB Wi-Fi.
2. sæti Einar Oddur Sigurðsson, GKG, 41 punktur. Hann hlaut í verðlaun  iPod Touch 32GB.
3. sæti Daníel Sam Clarkson Harley, GK, 41 punktur. Hann hlaut iPod Classic.
4. sæti Valdimar Þorkelsson, GR, 40punktar. Hann hlaut í verðlaun iPod Nano.
5. sæti Bjartmar Daðason, GR, 40 punktar. Hann hlaut í verðlaun iPod Nano.

Nándarverðlaun:

4. hola Jónas Sigurðsson, GK, 88 cm. Hann hlaut í verðlaun iPod Shuffle.

6. hola Páll Eyvindsson, 62 cm. Hann hlaut í verðlaun IPod Shuffle.

10. hola Jón H. Bergsson, GKG, 105 cm. Hann hlaut í verðlaun iPhone4.

16. hola Sturla Ómarsson, GR, 172 cm. Hann hlaut í verðlaun iPod Shuffle.

Loks átti lengsta dræv á 13. braut: Eggert Eggertsson, GR. Hann hlaut í verðlaun gjafabréf hjá Epli.is verðmæti 15,000. Dregið var úr skorkortum í leikslok.