Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2011 | 17:00

Myndasería: Horft tilbaka yfir íslenska golfsumarið: Styrktarmót fyrir sveitir GHG, 1. ágúst 2011

Þann 1. ágúst 2011 fór fram Styrktarmót fyrir sveitir GHG. Það var rigning allan tímann, en eins og alltaf gaman að spila „nývökvaðan” Gufudalsvöllinn. Mótið var punktamót, en einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor. Verðlaun í mótinu komu frá fjölmörgum fyrirtækjum og einstaklingum.

Styrktarmótið var haldið til að standa straum af kostnaði klúbbsins vegna þátttöku karla og kvennasveita klúbbsins í sveitakeppni GSÍ. GHG sendi á árinu 2011 í fyrsta sinn kvennasveit í sveitakeppnina og spiluðu stelpurnar í 2.deild.

Helstu úrslit voru þessi:

Besta skor: Guðmundur Sveinbjörnsson, GK, 73 högg. Hann hlaut Canon ip 4700 prentara og 5×18 holu hringi á Gufudalsvöll. Golf 1 tók viðtal við Guðmund fyrir mótið sem sjá má HÉR:

Úrslit í punktakeppni:

1 sæti Stefan Mickael Sverrisson, GSE, 39 pkt. Hann hlaut Samsung galaxy mini S5570 frá Símanum í verðlaun.
2 sæti Eyþór K. Einarsson, GHG, 38 pkt. Hann hlaut grilltangir og víngjafasett frá Íslensk Ameríska.
3 sæti Ásgerður Þórey Gísladóttir, GHG, 37 pkt. Hún hlaut mat og leirbað fyrir tvo frá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands HNLFÍ í verðlaun.

Loks voru veitt verðlaun fyrir neðsta sæti, 5.neðsta sæti og 10.neðsta sæti í punktakeppninni og dregnir út fjölmargir og glæsilegir skorkortavinningar að móti loknu.