Klúbbhúsið á Costa Ballena, en golfvellir CB eru uppáhaldsvellir Hennings Darra erlendis. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2011 | 06:30

Myndasería: Costa Ballena keppnisvöllurinn í Cadíz á Spáni

Costa Ballena er einn völlurinn sem 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina fer fram á – og sá völlur sem Birgir Leifur okkar Hafsteinsson, valdi að spila á 2. – 5. desember; en þá er keppt samtímis á 4 völlum Spánar; hinir eru Las Colinas í Alicante, El Valle í Murcia og La Manga í Cartagena. Hinir 3 vellirnir verða kynntir næstu daga.

Costa Ballena Ocean Golf Club er við Atlantshafsströnd Cadiz. Í mestu nálægð eru sögulegir bæir á borð við  Rota, Sanlucar de Barremeda, Jerez de la Frontera, Cadiz, El Puerto de Santa Maria og Sevilla.

Keppnisgolfvöllur Costa Ballena er 27 holu, hannaður af Jose Maria Olazabal og tekinn í notkun 1995 en opnaður fyrir almenning 1997. Costa Ballena hefir löngum verið æfingastöð landsliða ýmissa þjóða í golfi yfir vetrartímann, þ.á.m. þess íslenska. Margir Íslendingar hafa líka stigið sín fyrstu spor á hinum skemmtilega 9 holu par-3 velli Costa Ballena undir styrkri leiðsögn Magnúsar Birgissonar og Harðar Hinriks Arnarsonar o.fl. golfkennara hin síðari ár.

Sjá má heimasíðu Costa Ballena með því að smella hér: COSTA BALLENA OCEAN GOLF CLUB

Golf 1 var á Costa Ballena 4. maí í ár og af því tilefni voru teknar nokkrar myndir af Costa Ballena golfvellinum, sem Birgir Leifur mun keppa á og nokkrum Íslendingum sem voru í golfferðalagi og við störf sem golfkennarar á þessum yndislega stað:

MYNDASERÍA AF COSTA BALLENA KEPPNISVELLINUM  4. MAÍ 2011