Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2012 | 22:00

Myndasería: Kynþokkafyllsti kvenkylfingurinn – Sophie Horn

Sophie Horn lenti nýlega í 3. sæti í vali bleacherreport.com á kynþokkafyllstu íþróttakonunni. Sophie ólst upp á golfvelli og hefir spilað golf frá því hún man eftir sér.  Hún er með 4 í forgjöf, hefir próf sem einkaþjálfari og golfkennari.  Árið 2005 varð hún einskonar ráðgjafi hjá tímaritinu Golf Punk Magazine þ.e. veitti ráð varðandi allt frá golfsveiflunni til golftískunnar. Síðan hefir hún verið golfþáttastjórnandi í sjónvarpi m.a. í „Show Me The Golf“ á Sentana og „The Golf Show“ á Sky Sports Online. Nú nýlega er hún m.a. búin að gera ábatasaman auglýsingasamning við Wilson.

Sophie Horn.

Meðal keppninauta Sophie í vali bleacherreport.com voru  Caroline Wozniacki, kæresta Rory McIlroy, sem var í 46. sæti. Eins þótti Sophie kynþokkafyllri en allir kvenkylfingar, sem voru meðal 50 efstu, þ.á.m. Blair O´Neal, sem hafnaði í 50. sæti; Carling Coffing, sem var í 45. sæti; Beatriz Recari, sem var í 42. sæti; Anna Rawson í 35. sæti og loks Natalie Gulbis, sem var í 26. sæti. Frábært hversu kylfingar, eða þeir sem tengjast þeim þykja kynþokkafullir, en 15% af 50 kynþokkafyllstu íþróttakonum heims eru kylfingar!

En dæmið sjálf!  Til þess að sjá val og röðun bleachreport.com á kynþokkafyllstu íþróttakonum heims smellið hér:

50 HOTTEST SEX SYMBOLS IN SPORTS – BLEACHERREPORT.COM

Til þess að sjá myndaseríu með Sophie Horn smellið hér: SOPHIE HORN

Loks má hér sjá heimasíðu Sophie með því að smella her: SOPHIE HORN HEIMASÍÐA