Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2014 | 07:30

Mótum frestað vegna slæmskuveðurs sunnanlands

Í dag sunnudaginn 14. september stóð til að halda golfmót hér sunnanlands, en a.m.k. tveimur þeirra hefir nú verið frestað vegna veðurs.

Það eru eftirfarandi mót:

1. GSG: Til stóð að halda Skinnfisk kvennamótið með glæsilegum vinningum á Kirkjubólsvelli í Sandgerði.  Frá GSG barst eftirfaarndi fréttatilkynning: „Því miður verðum við að fresta Skinnfisk Kvennamótinu.Veður í Sandgerði s.a 16 -22 metrar og rigning „

2. GL: Minningarmót Önnu Sigurrósardóttur.  Frá GL barst eftirfarandi fréttatilkynning: „Minningarmóti um Önnu Rún Sigurrósardóttur sem vera átti sunnudaginn 14.september hefur verið frestað vegna veðurs en spáð er rigningu og hvassviðri.   Fyrirhugað er að halda mótið sunnudaginn 21.september n.k. ef veður leyfir og verður mótið uppfært í mótaskrá á golf.is. Skráning hefst í mótið mánudaginn 15.september n.k.“