Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2015 | 10:00

Mósaíkmynd af Spieth úr golfboltum

Þetta er búið að vera ágætis golfár hjá Jordan Spieth.

Hann sigraði í sínu fyrsta risamóti í apríl á sjálfu Master; strax í júní bætti hann við öðrum risamótssigri á Opna bandaríska.

Svo vann hann FedEx Cup og $10 milljóna bónuspottinn sem honum fylgir.

Hann er síðan kylfingur ársins á PGA Tour …. og kemur engum á óvart.

Svo vann hann sér inn $22 milljónir á einu keppnistímabili á PGA Tour sem er met.

Jafnmargar millur og aldur hans en Spieth er aðeins 22 ára.

Þetta allt saman er heldur ekki slæmt fyrir styrktaraðila hans, sem ákváðu að heiðra hann a.m.k. einn þeirra AT&T.

Og þar sem Spieth er í Texas varð þetta auðvitað að vera stórt.  AT&T réðu 25 manns til þess að búa til mósaíkmynd af Spieth úr 24.152 golfboltum sem allir standa á sínu eigin tíi.  Þessu hefir verið komið fyrir í heimabæ Spieth í Dallas í Main Street Garden

Sjá má mósaíkmyndina sem búin var til af Spieth með því að SMELLA HÉR: