Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2015 | 15:30

Monty sigraði í Máritíus

Colin Montgomerie (Monty) sigraði á MCB Tour Championship í Máritíus, eyríki í Indlandhafi.

Monty hafði 4 högga forystu en sú forysta fauk út í buskann eftir að David Frost setti niður 5. fuglinn á 11. holu, en þá var munurinn milli þeirra aðeins 1 högg, Monty í óhag.

Frost fór síðan að ganga verr fékk skolla á 12. og 14. holu og Monty sýndi klassagolf; fékk m.a. fugla á allar 3 lokaholurnar og sigraði á 15 undir pari.

Mótinu lauk í gær – stóð 11.-13. desember og þar með varð líka ljóst að Monty er annað árið í röð efstur á peningalista Öldungamótaraðar Evrópu (ens. European Senior Tour Order of Merit) með €679,147 í vinningsfé sem er €456,805, en sá sem varð í 2. sæti peningalistans, Barry Lane, hlaut.

Sjá má lokastöðuna á MCB Tour Championship með því að SMELLA HÉR: