Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2018 | 12:00

Monty hitti Ólaf Þór á Old Course

Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, var við golfleik á Old Course í Skotlandi.

Í hollinu fyrir aftan hann var enginn annar en margfaldur sigurvegari á Evróputúrnum og fyrrum Ryder Cup leikmaður og fyrirliðinn Collin Montgomerie eða Monty eins og hann er gjarnan kallaður.

Tekin var mynd af þeim félögum við það tækifæri, sem fylgir fréttinni.