Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2015 | 10:00

Miss Texas rappar og biður Spieth um deit!

Þegar maður er nr. 1 á heimslistanum, líkt og Jordan Spieth, þá leynast allskyns freistingar bakvið hornið og eins og Spieth hefir komist að þá eru honum stöðugt boðin allskyns gylliboð.

Eitt þeirra barst honum í beinni útsendingu þar sem fréttamaður Rangers var að taka viðtal við núverandi Miss Texas, Shannon Sanderford.

Sú er að vekja athygli á sér fyrir Miss America fegurðarsamkeppnina sem fram fer 13. september n.k.

Hún var m.a. spurð hvað hún ætlaði að gera í hæfileikahluta fegurðarsamkeppninnar á hafnarboltaleik Rangers, þar sem hún fékk að vera með fyrsta kastið (enska: first pitch) Sanderford svaraði að hún ætlaði að rappa.  Hún var þá beðin um smá sýnishorn og þá rappaði hún og bað Spieth  um deit.

Það væri s.s. ágætt nema fyrir þær sakir að Spieth á þegar ansi sæta kærustu Annie Verret og eru þau búin að vera saman síðan í menntaskóla og voru þau einmitt saman á þessum hafnarboltaleik. Vá, svaka gaman fyrir Verret eða hitt þó heldur!

En þetta er s.s. ekkert verra en ýmislegt „miður gáfulegt“ sem komið hefir frá fegurðarsamkeppnisþátttakendum s.s. ungfrú Suður-Karólínu árið 2007 – sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má rapp ungfrú Texas með því að SMELLA HÉR: