Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2015 | 17:00

Minnisstæð högg 2015 með öllum kylfum í pokanum

Golffréttapenninn Doug Ferguson hjá Morning Call skrifar flotta grein sem ber titilinn „Memorable shots with every club in the bag.“

Hér fer grein hans í lauslegri íslenskri þýðingu, en þeir sem vilja fremur lesa greinina á ensku SMELLIÐ HÉR: 

Jordan Spieth sló með 3-tré af 281 yarda færi. Zach Johnson átti pútt, sem fór 30 fet.

Bæði höggin lönduðu risatitlum.

Hver kylfa í pokanum á sögu að segja á árinu 2015, en það ár var ár stórra sigra á PGA Tour, bylmingshögga og brjálæðiskasta sem golfið laðar fram í jafnvel færustu kylfingu.  Þannig að hér verður litið um öxl á sumt af efntirminnilegustu höggunum, þar sem við sögu koma allar kylfurnar í pokanum:

Dræver: Ekki öll högg leiða til þess árangurs sem vænst er líkt og (aumingja) DJ (Dustin Johnson) komst að á Opna bandaríska.  Hann var einu höggi á eftir þegar hann fór á par-5, 18. braut Chambers Bay og leit á skotmark sem var svo þröngt að það þarfnaðist næstum fullkomins höggs. Drævið var svo frábært að hann þurfti bara 5-járn til þess að komast inn á flöt. Hann átti síðan 12 feta þ.e. 4 metra arnarpútt fyrir sigri. Það fór framhjá.  En engu að síður hann átti eftir rúmt meters pútt fyrir fugli, sem hefði knúið fram bráðabana. Síðan þurfti DJ aðeins að snert boltann fyrir pari og ósigri. [Svona getur golfið stundum verið grimmt! – Merkilegt hvað stórkylfingar eins og DJ eru oft með geggjuð högg, sem enginn gæti leikið eftir en lenda svo í vandræðum á púttflötinni – Og þetta mættu allir kylfingar taka til sín: Jafnvel þó þið komist ekki út á völl með allt snjóað í kaf þá er núna tíminn til að æfa stutta spilið og aðallega púttin innandyra!!!! Drífa sig!!!!]

3-tré: Stuttu áður en DJ átti drævið flotta á 18. braut þá átti (Jordan)  Spieth frábært högg. Hann var búinn að eiga hryllilegan tvöfaldan skolla á 17. holu, sem kostaði hann forystuna. Spieth sló með 3-trénu af 281 yarda færi, en það högg fór bakvið flöt og rúllaði til baka 3 metra neðan við holuna og hann tvípúttaði fyrir fugli og vann 2. risatitilinn sinn í röð (var áður búinn að sigra á Masters – Spieth sigraði sem sagt í tveimur fyrstu risamótum ársins).

5-tré: Louis Oosthuizen var jafn Rickie Fowler á 18. holu Harding Park og sigurvegarinn á leið í fjórðungsúrslitin í holukeppnismeistaramótinu (ens. Match Play Championship). Oosthuizen var hægra megin í röffinu. Fowler var á braut. Suður-Afríkaninn boraði höggið með 5-járninu sem lenti 20 yördum frá flöt og rúllaði svo 20 fet fyrir aftan holu. Hann þurfti ekki að reyna við arnarpútt. Fowlermisti höggið vel til hægri og þurfti 2 önnur högg til að koma boltanum á flöt.

3-járn: Þetta var ekki gott högg. Þetta var frábært (kylfu)kast. Rory McIlroy var með 3-járnið á par-5 8. holunni á Doral þegar hann pullaði boltann til vinstri í vatnshindrun. Hann sneri síðan mjöðmunum og henti kylfunni 50 yarda í miðju vatnshindrunarinnar. Donald Trump réði kafara til þess að ná í kylfuna og afhenti Rory hana fyrir lokahringinn á sunnudeginum. Rory notaði kylfuna á sunnudeginum. Á 18. holunni. Og hún lenti í vatninu – þ.e. bara kúlan í þetta skipti!

4-járn: Jason Day náði fyrsta risatitli sínum með frábæru höggi með 4-járni sem lenti aðeins  20 fet (þ.e. 7 metra frá pinna) á par-5 16. braut Whistling Straits á  PGA Championship. Tvípútt fyrir fugli kom honum síðan í 20 undir pari og tvö pör sem fylgdu í kjölfarið gáfu honum síðan 3 högga sigur, en Day er fyrsti leikmaðurin til þess að ljúka leik á meira en 20 undir pari, í risamóti.

5-járn: Padraig Harrington virtist hafa tryggt sér sigur á  Honda Classic mótinu þar til hann sló með 5-járninu í vatnshindrun á par-3 17. braut PGA National. Hann var heppinn að komast í bráðabana og hann vann á 2. holu – sló með 5-jánrninu aðeins 1 metrer frá pinna á 17. og fékk nokkuð auðveldan fugl og bar sigurorð af Daníel Berger.

6-járn:  Lee Westwood og Spieth voru jafnir á par-3 17. holunni í Harding Park á WGC-Cadillac Match Play Championship nú í ár, 2015.  Westy tók upp 6. járn og sló högg sitt 12 fet þ.e. 4 metra frá pinna, sem lauk í fugli og sigri Westy.

7-járn: Dustin Johnson var að reyna að ná forskotið sem  J.B. Holmes hafði á 3. hring á  Doral þegar hann tók upp 7-járnið og sló beint inn á flöt á par-3 4. holunni. Tuttugu mínútum síðar sló Holmes einnig með 7-járni inn á miðju flatarinnar …. og boltinn fór beint ofan í holu.

8-járn: Phil Mickelson átti 154 yarda frá brautarglompu á 12. braut   Valero Texas Open þegar hann valdi sér 8-járn. Boltinn var mjúkur og fór aðeins 100 yarda og það af góðri ástæðu.  Phil braut nefnilega kylfuna þ.e. kylfuhausinn fór af þegar kylfan snerti boltann.  Allt sem Mickelson sagði var: „What the heck?“

9-járn: George McNeill notað 9-járn og fékk ás á  18. holunni á The Greenbrier á fyrsta hringnum og eigandinn Jim Justice, sem búinn var að heita 100 dollurum á hvern þann sem væri horfa á varð að borga  ( allt í allt 189 áhangendur sem voru að fylgjast með). Síðan notaði Justin Thomas  9-járn þegar hann fór holu í höggi og Justice borgaði $500 til allra þeirra 347 áhangenda sem fylgdust þar með. Næst (þ.e. við 3. ásinn var Justice búinn að heita $1000 dollurum á hvern þann sem væri að fylgjast með og nú voru 1.700 áhangendur mættir á 18. holu.  En Guði sé lof (fyrir Justice) voru engir frekari ásar í mótinu!)

Pitch-fleygjárn: Shane Lowry húkkaði teighöggið sitt svo langt til vinstri á 10. holu Firestone að hann fékk laustn vegna þess að 11. teigur  var fyrir. Hann opnaði kylfuandlitið á pitcharanum, sveiflaði eins kröftuglega og hann  og sló yfir 50 feta hátt tré fyrir fugla á leið sinni til sigurs á Bridgestone Invitational.

Gap fleygjárn: Að fá fugl á eyju-green-inu á 17. á  TPC Sawgrass er gott. En þrisvar sinnum á hring? Það er það sem Rickie Fowler gerði sunnudaginn á The Players Championship, í hvert sinn notaði hann gap-fleygjarn jafnvel þó vindurinn væri aðeins öðruvísi í hvert sinn. Síðasti fuglinn var sigurvegarinn!!!  The last birdie was the winner.

Lob járnið: Spieth fór úr 7 högga forystu í aðeins 4 högga forystu á aðeins 10 mínútum á Masters. En þá sló hann aðhögg sitt á 18. braut, til hægri við flöt fyrir aftan sandglompu og green-ið hallaði frá honum. Hann sló síðan flop-högg með 60° fleygjárninu sínu sem er mikið áhættuhögg en það verðlaunaði hann því boltinn stoppaði 10 fet frá eða u.þ.b. 3 metra frá holu. Hann náði parinu og þetta var lykilhöggið í sigri hans!

Pútter: Eina von Zach Johnson á Opna breska var að ná fugli á lokaholunni á St. Andrews. Hann setti niður 30-feta (10 metra) pútt sem kom honum í 3 manna bráðabana og eftirleikurinn auðveldur fyrir Zach – hann vann 2. risamót sitt!!!