Ástin blómstraði á Gamlársdag 2011 þegar Minea og Roope giftu sig.
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2012 | 22:00

Minea Blomqvist og Roope Kakko gengu í það heilaga Gamlársdag

Finnsku atvinnukylfingarnir Minea Blomqvist og Roope Kakko játtust hvort öðru á Gamlársdag í kirkju heilags Mikaels í bænum Kirkkonummi í Finnlandi á Gamlársdag 2011.  Minea er fyrrum W-7 módel og er fyrsti finnski kvenkylfingurinn til þess að spila á LPGA. Roope spilar á Evróputúrnum og hefir oftar en einu sinni verið kaddý konu sinnar. Viðstaddir giftinguna var rjóminn af finnskum atvinnukylfingum.  Roope hélt strax daginn eftir til Suður-Afríku til að taka þátt í Africa Open, en tímabilið hjá brúðurinni nýbökuðu hefst ekki fyrr en í febrúar þegar LET hefst í Ástralíu.  Bæði Minea og Roope munu nú framvegis keppa undir nýja fjölskyldunafninu Blomqvist-Kakko.