Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2014 | 15:45

Mikko Ilonen Volvo heimsmeistari í holukeppni!!! Vann Stenson 3&1

Finninn Mikko Ilonen var í þessu að vinna Svíann Henrik Stenson í úrslitaleiknum á Volvo heimsmótinu í holukeppni!!!

Leiknum lauk á 16. holu en þar var Ilonen kominn 2 Up.

Sem sagt 3&1 fyrir Ilonen gegn sjálfum Stenson!!!

Leik er ekki lokið í úrslitum um 3. sætið en þar eigast við Hollendingurinn Joost Luiten og George Coetzee frá Suður-Afríku, en allt er jafnt á 18. holu sem stendur.

Sjá má stöðuna í Volvo heimmótinu í holukeppni með því að SMELLA HÉR: