Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2011 | 19:00

Mickey Wright gefur bandaríska golfsambandinu golfminjagripi

Mickey Wright gaf bandaríska golfsambandinu (USGA=United States Golf Association) í gær veglega gjöf: alla silfurverðlaunabikarara sína úr Opnu bandarísku kvenmótunum (US Women´s Open), sem hún vann; fræga Bulls-Eye pútteinn sinn, sem hún púttaði með í öll skipti nema eitt í þeim 82 sigrum sem hún vann; sjaldgæfa upptöku af golfsveiflu sinni, sem sjálfir Ben Hogan og Byron Nelson sögðu vera bestu golfsveiflu, sem þeir hefðu nokkru sinni séð.

Mickey Wright

Mickey Wright hefir geymt þessa sögulegu gripi á heimili sínu í næstum 40 ár, sumt á borðum og hillum og sumt í skápum og undir rúmi sínu. Hún hefir aldrei hugsað mikið um þá.

Mickey Wright er af mörgum álitin besti kvenkylfingur í sögu LPGA, en hún var aldrei mikið fyrir að flækjast of mikið í fortíðinni.

„Ég er ekki þessi tilfinninganæma týpa,“ sagði hún

Þess vegna er það svo mikill fengur fyrir bandaríska golfsambandið (USGA)  þegar Mickey ákvað að gefa um 200 persónulega muni til sýningar á safni sambandsins í Far Hills í New Jersey.

Mickey Wright er fjórði kylfingurinn … og fyrsta konan til þess að vera með gallerý í eigin nafni á safninu. Hinir eru Ben Hogan, Bobby Jones og Arnold Palmer. Gallerýið með munum Mickey Wright opnar í júní 2012.

„Þetta er ótrúlega spennandi,“ sagði framkvæmdastjóri USGA, Mike Davis.

„Mörgum finnst að hún (Mickey Wright) hafi eina bestu golfsveiflu golfíþróttarinnar. Hún réði ríkjum í kvennagolfinu í langan tíma. Og hún hefir svolítið af þessari Hogan dulúð. Hún hélt sig fyrir sig og þegar hún hætti í golfi hætti hún í raun ekki. Fólk fannst erfitt að nálgast hana.“

Hin 76 ára Mickey hefir fyrir löng fengið inngöngu í frægðarhöll LPGA og var heiðruð á The Memorial Tournament af  Jack Nicklaus.  Mickey Wright herbergið í  USGA safninu er sérstakt, ekki bara fyrir hana… heldur mun það draga athygli að kvennagolfi.

„Ég er svo spennt að sjá fyrsta herbergið/gallerýið fyrir konu (í safninu)“ sagði Mickey Wright í viðtali við The Associated Press. „Þetta er mikill heiður.  Það besta er að fólk mun sjá breytinguna sem orðið hefir; golfið í dag er algjörlega annar leikur en sá sem spilaður var 1940, 1950 og 1960. Ég vona að það (fólkið) kunni að meta ræturnar.“

Mickey Wright hefir eytt síðustu mánuðum í að pakka í 34 kassa allt sem var síðan setn til USGA og kom fimmtudaginn í síðustu viku.

Meðal gjafanna er pútterinn sem  Mary Lena Faulk gaf henni og  Wilson Staff golfkylfurnar, sem hún notaði í hverju móti sem hún vann frá árinu 1963. Hún átti stutta endurkomu í keppnisgolfið 1973 og þá sigraði hún  Colgate Dinah Shore mótið.

Verðlaunabikarar sem Mickey gaf USGA eru allt frá bikarnum sem hún hlaut 1952 fyrir að sigra U.S. Girls’ Junior til tveggja af 4 verðlaunabikurum, sem hún fékk fyrir sigra á U.S. Open. Mickey á enn keppendabarmmerki frá US Women´s Open kvenrisamótinu 1954, sem hún var með þegar hún var áhugamaður og var látin spila við Babe Zaharias. Það sem hefir mesta gildi í augum Mickey eru 25 dagbækur, sem vinkona hennar Peggy Wilson setti saman af blaðaúrklippum, bréfum og golfkennslugreinum sem hún skrifaði og hlutu útbreiðslu um öll Bandaríkin „Lessons from Mickey Wright.“

Þetta var sjaldgæft tilefni fyrir Wright að líta aftur á feril hennar þegar hún vann 44 mót á 4 ára tímabili snema á 7. áratug síðustu aldar og þau 12 risamót sem hún vann á árunum 1958-1966.

„Ég er ekki mikið fyrir að lifa í fortíðinni,“ sagði Mickey. „En mér fannst gaman að þessu, að endurlifa allt aftur.“

Það var tvennt sem ekki fór á safnið: Bob Jones viðurkenningin sem hún hlaut á síðasta ári og er æðsta viðurkenning USGA og 3 síðna bréf með „föðurlegum ráðleggingum“ sem framkvæmdastjóri USGA til langs tíma, Joe Dey skrifaði henni þegar hún gerðist atvinnumaður.

Mickey Wright

Einn af síðustu hlutum sem fóru á safnið var motta, sem hafði verið rúlluð upp og safnaði ryki meða hún var að jafna sig af hnéskurðaðgerð.

Árum saman notaði Mickey Wright mottuna til þess að standa á þegar hún sló bolta af verönd sinni á 14. braut golfvallarins þar sem hún bjó, en þetta gerði hún á hverjum morgni. Síðan gekk hún út á brautina og týndi þá.

„Ég sat á veröndinni og horfði á hana gera þetta,“ sagð Rhonda Glenn, sagnfræðingur USGA og langtíma vinur Mickey. „Þetta voru forréttindi. Ég var vön að horfa á Hogan æfa sig þegar ég var lítil stelpa í Seminole. Það var þessi smellur þegar hann sló boltann. Ég hafði aldrei heyrt þetta hjá nokkrum þar til ég horfði á Mickey slá, þá kom smellurinn með 6-járninu hennar. Af öllum þeim frábæru kylfingum sem ég hef fylgst með þá voru bara 2 sem slógu á þennan hátt.“

Fyrir viku hreinsaði Mickey mottuna, fór á veröndina og sló wedge-högg í síðasta sinn á brautina.

Það voru Glenn og Barbara Romack sem tvisvar unnu Mickey á US Women´s Amateur, sem hvöttu Mickey til þess að gefa almenningi færi á að fá hlutdeild í einstæðum LPGA ferli.

„Rhonda velti up hugmyndinni að ég ætti að gefa eitthvað af dótinu mínu til bandaríska golfsambandsins (USGA) og síðan óx hugmyndinni ásmeginn,“ sagði Mickey. „Þetta var virkilega góð hugmynd.“

Á safninu er m.a. efni af Mickey þar sem hún er að þróa sveiflu sína með Harry Pressler, golfkennara henar sem starfaði í San Gabríel, Kaliforníu. Móðir Micky var vön að keyra hana 2 tíma frá heimili þeirra í San Diego á hverjum laugardegi þannig að þau gætu unnið saman.

„Þetta er stærsti fjársjóðurinn,“ sagði Glenn. „Hún sýndi mér heimagerða upptöku af ´ser þar sem hún sló bolta  11 ára. Hún sagði að hún færi hjá sér. „Fótaburðurinn minn var svo hræðilegur!“ Ég sagði: „Mickey, þú varst 11.“

Mickey Wright, 76 ára. með skjöld frá USGA

Leitin að fullkomleikanum, var líkt og hjá Hogan, óendanleg.  Stjörnuáhrifin voru lík þeim hjá Tiger Woods.

Wright var svo mikill segull að styrktaraðilar hótuðu að hætta við mót ef hún spilaði ekki. Þetta var byrði sem hún sætti sig við og spilaði að meðaltali á 30 mótum á árunm 1962-1964. Hún keyrði frá einum stað til annars og púttaði oft í glös á hótelherbergjum til þess að fá tilfinninguna aftur í hendurnar eftir að hendurnar höfðu verið á stýrinu allan daginn.

Hún hætti á hátindinum, en sneri aftur 10 árum síðar og spilaði á einstaka mótum.

„Ég get ekki farið aftur og það þýðir ekkert að hugsa um það“ sagði Mickey. „Ég hefði átt að spila lengur. Á þessum tíma var ég meidd og varð að spila í hlaupaskóm. Og svo var þrýstingurinn og stressið að verða að sigra, þegar maður er búin að sigra svo oft þá voru vonbrigðin mikil þegar ég vann ekki og svo það bar að þurfa að vera í mótum.“

„Að lokum var ég búin að fá nóg af öllu,“ sagði hún „Og ég hafði náð því sem ég setti mér.“

Mickey Wright gallerýið er 122 fermetra næst hjá Palmer gallerýinu, og það horfir maður yfir magnólíu trén, sem eru fyrir framan safnið.

„Þetta er þvílíkur fjársjóður,“ sagði Davis. „Það er líklega til fólk í dag sem ekki veit mikið um Mickey Wright. Allir sem eiga sögu golfleiksins vita hvað hún gerði. Ég hugsa að þegar fréttirnar berast (um gallerýið í safninu) þá munu sérstaklega konur sem fylgjast með golfi – sérstaklega líka þær sem spilað hafa á LPGA – verða innblásnar.

„Mickey gaf hluti sem er mjög persónulegir.“

Heimild: CBS Sports