Mickelson um Oakmont: „Erfiðasti völlur sem ég hef spilað“
Phil Mickelson hefir varið s.l. tveimur dögum í Oakmont Country Club til þess að búa sig undir Opna bandaríska risamótið, sem hefst í næstu viku.
Um völlinn hafði Phil eftirfarandi að segja:
„Ég held virkilega að þetta sé erfiðasti golfvöllur, sem ég hef nokkru sinni spilað,“ sagði hann.
Þetta mun eflaust heyrast mikið í næstu viku. Ef það er einhver golfvöllur sem veldur ugg með kylfingum þá er það Oakmont.
Jim Furyk sem er frá Vestur Pennsylvaníu, grínaðist með að hann ætlaði kannski að slá nokkrum sinnum í hendi sér með hamri. „Því þannig er tilfinningin að spila þarna,“ sagði hann.
„Ástæðan fyrir því að ég er bjartsýnn fyrir Oakmont er að völlurinn krefst ekki að ég noti dræverinn mikið. Hann krefst hins vegar að ég komi boltanum í leik af teig, en þegar ég slæ ekki með dræver, ef ég slæ með 3-tré eða blendinga þá finnst mér ég öruggur um að mér takist að ansi háa prósentu af tímanum,“sagði hann.
Mat Mickelson er nákvæmt. Þegar Opna bandaríska var haldið á Oakmont 2007 þá kom í ljós skv. tölfræði að á vellinum skipti meira máli að hitta brautir en að vera langur af teig. Mistök í drævum refsast fyrir. Mikilson missti of margar brautir síðast þegar hann heimsótti Oakmont og kvartaði um meiðsl í úlnlið í þykka röffinu. Þannig að hversu djúsi er spínatið (röffið) núna?
„Þeir láta röffið vaxa og ef það er blautt þá leyfa þeir því að vera þannig og ef það er þurrt þá þynna þeir það,“ útskýrði Mickelson.
Ef Mickelson tekst að halda því á braut – sem er stórt EF af því að hann er nr. 167 í nákvæmni í drævum – þá ætti þekkt snilli hans í stutta leiknum og púttin hans að gefa honum forskot.
„Einn af styrkleikum leiks míns sl. áratug eða svo sem hefir virkilega hjálpað mér að sigra í mótum eru púttin,“ sagði Mickelson, „þannig ef ég á góða púttviku þar sem ég næ auðveldum púttum hvar sem er á flötinni það leiðir til góðrar viku. Það er þess vegna sem ég er bjartsýnn. En hvað sem öðru líður, þá er þetta Opna bandaríska og ef maður byrjar illa og missir brautir, sem er ekki óvanalegt í leik mínum, þá verður þetta erfitt.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
