Mickelson telur Tiger verða þann sem hlær síðast
Tiger átti versta skor sitt á ferlinum á Waste Management Phoenix Open, hræðileg 82 högg á 2. hring, hann komst ekki í gegnum niðurskurð og deildi síðasta sætinu!
Það er einn sem hefir engar áhyggjur af Tiger en það er aðalkeppinautur hans til margra ára Phil Mickelson.
Hann sagði í gær að sá hlæji best sem hlær síðast og að hans mati er mun það verða Tiger.
„Ég held að stutta spilið hans, sé sögulega, eitt af því besta á öllum tímum. Ég held að golfleikur hans sé besti golfleikur allra tíma.“
(Ens: „I think that his short game, historically, is one of the best of all time. I think his golf game is probably the best of all time.“)
„Ég held að stutta spilið sé það sem manni líður óþægilegast með þegar maður hefir ekki spilað lengi en það er líka það sem kemur fljótast aftur,“ sagði Mickelson eftir æfingahring fyrir the Farmers Insurance Open. „Ég held ekki að hann muni komi til með að eiga í nokkrum vandræðum; virkilega ég held það ekki. Ég held að við öll – þ.m.t. ég sjálfur höfum átt kafla þar sem við höfum ekki verið upp á okkar besta. Við höfum ekki slegið sólíd og venjulega er bara eitthvað lítð að, vegna þess að þetta er bara þannig sveifla að það er ekkert erfitt að laga hana.“
„Ég sé ekkert fyrir mér að þetta ástand (hjá Tiger) vari lengur en í viku eða tvær.“
Mickelson komst heldur ekkert í gegnum niðurskurð á Phoenix Open – var á 76 höggum á 2. hring. Hann varð í 24. sæti á Humana Challenge. Hann hefir spilað í 31 móti án þess að sigra – en síðasti sigur hans kom á Opna breska risamótinu í Muirfield árið 2013, en það var 5. risamótssigur hans.
Vegna Tiger hefir Mickelson aldrei verið nr. 1 á heimslistanum; hann hefir aldrei verið efstur á peningalista PGA Tour og aldrei verið valinn leikmaður árisns. Hann á 42 sigra í beltinu, 37 færri en Tiger hefir sigrað á, á PGA Tour.
Mickelson hefir oft átt í vandræðum með chippin sín og hann sagði að þegar búið sé að leysa úr tæknilegum atriðum, þá snúi sjálfstraustið aftur.
„Þetta er ekkert stórmál og ekkert til að hafa áhyggjur af,“ sagði Mickelson. „Svo lengi sem hann (Tiger) er frískur og getur sveiflað kylfu á þeim hraða sem hann sveiflar þá held ég að hann verði kominn í form ansi fljótt.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
