Phil Mickelson Mickelson snýr aftur til keppni á Humana Challenge
Phil Mickelson hefir passað sig að láta ekki mikið á sér bera að undanförnu, en nú snýr hann aftur til keppni eftir langt frí allt frá því fyrir jól og tekur nú þátt í móti vikunnar á PGA Tour, Humana Challenge í Kaliforníu.
Sexfaldi risamótsmeistarinn (Mickelson) snýr aftur til keppni eftir eitt versta ár sitt frá árinu 2003, en þetta er í fyrsta skipti síðan þá, sem hann sigraði ekki á keppnistímabilinu.
Reyndar hefir Mickelson ekkert spilað frá því að hann gagnrýndi Watson fyrir opnum tjöldum eftir stört tap Bandaríkjamanna í Ryder bikarnum í september 2014.
Mickelson, 44 ára, hefir unnið mikið í ræktinni með einkaþjálfara sínum Sean Cochran, og hann hefir líka breytt keppnisdagskrá sinni nú í ár, frá því áður fyrr, m.a. ætlar hann hvorki að spila á aPebble Beach og Riviera í febrúar.
Mickelson hefir lýst síðasta ári sem því erfiðasta á ferlinum:
„Þetta var slæmt ár tölfræðilega séð á öllum sviðum,“ sagði Mickelson. „Ég drævaði ekki boltann eins vel og ég get eða vænst er af mér. Stutta járns leikurinn minn var verri en hann hefir verið allan feril minn. Stutta spilið mitt var virkilega ekki gott. Púttin mín voru ekki á því stigi sem ég væntist. En það hefir hvatt mig til að gera næsta á mitt sérstakt.“
„PGA var hápunkturinn og hefði getað snúið við öllu árinu ef ég hefði náð að sigra. Í staðinn var það bara tæpt. Að hafa ekki sigrað gerði síðasta ár að versta ári ferils míns.“
Það er vonandi að Mickelson gangi betur í ár!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
