Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2013 | 18:00

Mickelson segir sigurinn á Opna breska stærstu stundina á ferlinum

Phil Mickelson sagði í viðtali á golfsjónvarpsþættinum Morning Drive nú í morgun að sigur hans á Opna breska í Muirfield var stærsta stundin á ferlinum, en hann er orðinn ansi langur hjá Frægðarhallarkylfingnum Phil

„Þetta var stærsta og mest fullnægjandi stund ferils míns,“ sagði Mickelson um sigur sinn á Opna breska. „Ég var aldrei viss um að ég myndi sigra á mótinu.  Ég vissi alltaf að ég myndi sigra á Masters… En Opna breska hefir alltaf verið það mót sem ég hef átt í mestum vandræðum með.

Sérstaklega minntist Mickelson á par-5 17. holuna, þar sem hann fékk fugl og tók forystuna rétt undir lokin, en hann rifjaði annars upp hringina 4 á mótinu.

Sjá má hluta af viðtalinu við Phil Mickelson í Morning Drive með því að SMELLA HÉR: