Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2013 | 01:30

Mickelson réð borðtennisþjálfara

Eitt af því sem stórstjörnurnar í golfheimnum gera til að slaka á er að spila borðtennis og …… búið er að koma borðtennisborði fyrir í liðsherbergi liðs Bandaríkjanna í Forsetabikarnum.

S.l. ár hefir Matt Kuchar farið með sigur af hólmi í innbyrðis keppnum bandarísku golfstjarnanna, þó Mickelson og Tiger hafi á undanförnum árum látið hann hafa fyrir sigrunum.

Á þessu ári er Mickelson ákveðinn að vinna borðtenniskeppnina óopinberu gegn liðsfélögum sínum í bandaríska liðinu í Forsetabikarnum og hefir í því skyni ráðið sér sérstakan borðtennisþjálfara.

„Það hafa birtst fréttir af því að ég hafi verið í borðtennistímum fyrir þetta mót (Forsetambikarinn) og þessar fréttir eru réttar,“ sagði brosandi Mickelson .

Mickelson sagði að engar (borðtennis)keppnir hefðu enn farið fram, en það ætti nú eftir að breytast.

„Ég hef bara verið að taka því rólega, vinna í grundvallaratriðunum, en svo virðist sem leikur minn fari batnandi,“ sagði Mickelson m.a. „Ég er tilbúinn að mæta sumum keppendunum.“