Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2016 | 14:00

Mickelson í aðgerð

Phil Mickelson nýtir líkt og Ólafía Þórunn tímabilið milli keppna til þess að fara í aðgerð.

Hann fer í aðra aðgerð sína vegna kviðslits á 3 mánaða fresti og í þetta sinn er hann ekki viss hvort hann muni geta keppt aftur.

Hinn vinsæli fimmfaldi risamótsmeistari (Mickelson) fór fyrst í aðgerð eftir að spila á Safeway Open.

Hann hafði planað að byrja 2017 keppnistímabilið á CareerBuilder Challenge 19.-22. janúar í Palm Desert, Kaliforníu.

Nú er hins vegar alls óvíst hvort hann snýr aftur til keppni þá og ekkert hefir verið gefið upp um þá dagsetningu.