Phil Mickelson
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2014 | 11:45

Mickelson hefur titilvörnina í góðum félagsskap – ráshópa-paranir Opna breska

Phil Mickelson mun hefja titilvörn sína á Opna breska kl. 14.05 n.k. fimmtudag.í góðum félagsskap.

Hann fer út ásamt meistara Opna breska 2012, Ernie Els og núverandi Mastersmeistaranum Bubba Watson, en þetta er bara einn af mörgum spennandi ráshópum sem gaman verður að fylgjast með næstu helgi!

Mickelson fer út rétt á eftir Martin Kaymer, Jason Day og Zach Johnson , sem fara út kl.  13.38 og rétt áður en Adam Scott, Justin Rose og Jason Dufner hefja leik sinn kl. 14.27.

David Howell slær fyrsta högg mótsins kl. 06.25 en hann er í ráshóp með David Duval og sænska stórkylfingnum Robert Karlsson.

Skotinn Neil Bradley, sem komst í mótið eftir sigur m.a. á Haraldi Franklín Magnús í Opna breska áhugamannamótinu fer út kl. 8:04 ásamt Matteo Manassero og finnska kylfingnum Mikko Ilonen.

Sjá má alla ráshópa í Opna breska með því að SMELLA HÉR: