Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2015 | 07:30

Mickelson hættir hjá Butch Harmon

Leiðir fimmfalda risamótsmeistarans Phil Mickelson og hins goðsagnakennda sveifluþjálfara Butch Harmon hafa skilið.

Ég hef lært mikið af honum á þessum átta árum okkar saman,“ sagði Mickelson í fréttatilkynningu sem send var fjölmiðlum. „Það er bara að í augnablikinu þarf ég á nýjum hugmyndum að halda frá öðru sjónarhorni.

Mickelson sigraði síðast árið 2013 á Opna breska í  Muirfield og síðasti sigur hans á bandarískri grundu var líka 2013 á Waste Management Phoenix Open fyrr það árið.

Á TPC Scottsdale, var Lefty (Phil Mickelson) með hring upp á 60, og náði næstum draumaskori allri kylfinga 59, en það var púttið á síðustu holunni sem kom í veg fyrir það.

Mickelson segir að s.l. tvö ár hafi verið honum erfið. Hann vann sér aðeins inn 2.15 milljónir í ár, sem er lægsta vinningsfjárhæð hans frá árinu 2013.

Mickelson er líka bara í 25. sæti á heimslistanum.

 

Harmon sagði að hann „hefði notið þess í botn að vinna með Phil og þeir hefðu náð frábærum árangri saman.“

Að hjálpa honum að sigra Opna breska árið 2013 er einn af hápunktum ferils míns,“ sagði Harmon, gegnum fulltrúa Mickelson í fréttatilkynningunni, sem var fyrst birt á Golf.com. „Ég sé ekkert að því að hjá honum að leita ráða hjá öðrum. Við erum góðir vinir og munum alltaf vera það.“

Mickelson bætti við, „Butch  er einn af frábæru kennurunum í sögu leiksins og mér finnst að hann eigi það skilið að komast í frægðarhöll kylfinga.“

Tvær goðsagnir sem að því er virðist skilja sáttar.