Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2018 | 09:06

Michelle Wie útnefnd sú kona m/mestan stíl í golfinu!!!

Í febrúar tölublaði GOLF er fjallað um stíl og þá sem setja línurnar hvað varðar golfklæðnað í golfiðnaðinum.

Efst á lista er Michelle Wie sem hlaut titilinn „Sú kona sem er með mestan stílinn í kvennagolfi“ (ens.: The Most Stylish Woman in Golf.” )

Hér er látin fylgja ein mynd (í aðalfréttaglugga) af Wie sem hún tók í heimaríki sínu Hawaíí í nóvember s.l. (2017).

Á listanum var einnig Paula Creamer, sem hlaut viðurnefnið „Hin dreymandi“ (ens.: The Dreamer).

Paula Creamer hlaut titilinn „Hin dreymandi“

Eins var Lexi Thompson  á listanum, en hún er nefnd „Sú sem græðir“ “The Gamer.”

Sú sem græðir mest var titillinn sem Lexi Thompson hlaut enda efst á peningalista LPGA

Masters sigurvegarinn Adam Scott var útnefndur sá karlkylfingur sem er með mesta stílinn af karlkylfingum í golfinu (ens.: “The Most Stylish Man in Golf.”)