Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2014 | 08:15

Michelle Wie gefur heimilislausum mat

Michelle Wie var eins og svo margir aðrir frægir í heimssögunni, á Hawaii um jólin.

Föstudaginn 27. desember s.l. gaf hún tilbaka til samfélagsins með því að aðstoða að veita heimilislausum í River of Life Mission mat.

Hún sagði að vinnan í eldhúsinu hefði verið erfið en hún sá um að reiða fram mat handa 300 manns.

Stjörnukylfingar eins og Michelle Wie, sem búa við öll forréttindi hinna ríku, gefa oft af sjálfum sér með þessum hætti, sumir meir en aðrir og ekki allir í eigin persónu, eins og hún gerði, sem er frábært hjá henni!!!

Sjá má mynd af Michelle þar sem hún vann í heimilislausra eldhúsinu með því að SMELLA HÉR: