Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2019 | 12:00

Michelle Wie frá keppni

Michelle Wie tilkynnti á félagsmiðlum að hún ætlaði að taka sér meira frí frá atvinnumennskunni í golfi og vonast til þess að geta snúið aftur heilbrigð og verkjalaus.

Wie var í uppskurði á hægri hendi sinni í október 2018 og reyndi að snúa aftur en varð að hætta í nokkrum mótum vegna handarinnar.

Wie skrifaði m.a. eftirfarandi á Instagram sl. þriðjudag:

“Had an encouraging visit with my doctor, however, we both think it’s in my best interest to take some time away to allow my body to heal properly and get stronger,”

(Lausleg þýing: „Ég var á uppörvandi fundi með lækninum mínum, en eftir sem áður, teljum við bæði að það sé mér fyrir bestu að taka hlé til þess að líkami minn geti orðið almennilega heill og sterkari.“)

Wie sneri aftur eftir 4 mánuði á LPGA, þ.e. í febrúar 2019 og reyndi að verja titil sinn á HSBC Women’s World Championship — þar sem hún varð að draga sig úr mótinu, vegna verkjar í hendinni.

Þjálfari hennar, David Leadbetter segir að hún hafi ákveðna dagsetningu endurkomu í huga, sem hún lætur ekki uppi, en Leadbetter segist vera alfarið andsnúinn því.

Hún er mér miklu meira en bara nemandi,“ sagði Leadbetter í viðtali við GolfChannel.com. „Hún er næstum eins og dóttir. Ég hef þekkt hana svo lengi. Ég hata það að sjá hana svona. Það er erfitt að horfa upp á þetta. Þetta er býsna alvarlegt. Hendurnar eru allt og maður vill ekki að þetta verði endirinn á ferli hennar. Ég er að reyna að fá hana ofan af því að spila í næsta risamóti (US Women´s Open).“