Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 20:00

Michelle Obama í SNAG

Það er vitað mál að ein uppáhaldsiðja Bandaríkjaforseta, Barack Obama, í frístundum sínum, er að vera í golfi.

Barack Obama og Joe Biden að pútta í Hvíta húsinu.

Barack Obama og varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden,  að pútta á grasflötinni fyrir framan  Hvíta húsið.

Hann hefir ekki hlotið svo litla gagnrýni fyrir áhugamál sitt, en pólítískir andstæðingar hans hafa m.a séð sér leik á borði með því að reyna að klekkja á honum í kosningum – segja hann verja of mikinn tíma við golfiðju sína á kostnað skattgreiðenda.

Þeir sem reyna að klekkja á Obama virðast ekki vera í golfi sjálfir – því þeir sem þekkja golfleikinn af eiginn raun og eru góðir í golfi í röðum andstæðinga stigu fram á sínum tíma til varnar Obama… og sést þá hversu frábært golfið er að það tengir jafnvel höfuðandstæðinga pólítískt séð. Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Síðan er annað mál að það er varla hægt að vera mikið í golfi, sé viðkomandi í sambandi,  nema makinn fylgi! Fyrr eða síðar líður slíkt samband undir lok! … golfið verður oftar en ekki fyrir valinu!  Annað tveggja er nefnilega staðreynd: ef annar elskar golf en hinn ekki og er öllum stundum úti á golfvelli líður sambandið; hitt er líka til að annar ELSKI golf og bæli niður tilfinningar sínar að leika golf af tillitsemi við maka sinn, en slík sambönd eru einkum í hættu, þegar innibyrgð þrá fær ekki að þennja vængi sína og hefja sig til flugs …. fyrr eða síðar springur sá makinn sem elskar golf og þolir ekki lengur við!

Það gerir Michelle Obama sér greinilega grein fyrir en til hennar sást fyrr á árinu í SNAG-i (Starting New At Golf).  Skyldi hún vera byrjuð í golfi?

Spurning hvort við eigum eftir að sjá hana með Obama úti á golfvelli í sumar?