Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2011 | 07:00

Mexíkanski golffréttamaðurinn Eduardo Guillén látinn

Fyrir rúmri viku , 7. nóvember 2011, lést í Mexíkó, eftir harða baráttu við krabbsmein mexíkanski golffréttamaðurinn Eduardo Guillén eða Góði Guillo (spæ: El Buen Guillo) eins og margir vina hans kölluðu hann. Fráfall hans er mikill sjónarsviptir í Mexíkó, því það eru ekki margir sem sinna golffréttamennsku þar. Eduardo, sem sjálfur var forfallinn kylfingur, með nánast óslökkvandi forvitni varðandi allt, sem sneri að golfi, varð aðeins 56 ára (fæddur 6. júlí  1955).  Eduardo skrifaði fréttapistla sína á golffréttamiðilinn par-7 on line.

Heimild: Tour de las Americas