Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2018 | 09:00

Menn brjálaðir út í hægan leik Kevin Na

Kevin Na er með hægari leikmönnum á PGA Tour og veldur sér þar með ómældum óvinsældum.

Eitt nýjasta dæmið er þegar hægagangur Na fór í taugarnar á krikkett goðsögninni Kevin Pietersen.

Hann tók upp atvik á Genesis Open mótinu sem lauk sl. sunnudag, þar sem Na hangir yfir pútti alveg ótrúlega lengi.

Pietersen setti meðfylgjandi myndskeið á Twittersíðu sína og tvítaði: „Seriously Kevin Na? That´s a tap in, mate!“ (Lausleg þýðing: „Í alvöru Kevin Na? Þetta er örstutt pútt, vinur!“)

Sjá má myndskeið Pietersen með því að  SMELLA HÉR: 

Þess mætti loks geta að meðal spilahraði stjarnanna á Genesis Open var 5 1/2 tími – Ekki til fyrirmyndar það!!!