Meistaramótin 2018: Hvaða klúbbar héldu meistaramót og hverjir ekki?
Á Íslandi eru 62 golfklúbbar. Árið 2018, héldu 38 klúbbar meistaramót og að því að best fæst séð 24 ekki. Golf 1 hefir, líkt og á undanförnum árum verið með umfjöllun um öll meistaramót, sem haldin eru hérlendis og er með langmestu umfjöllun golffréttavefs um meistaramót hérlendis.
Í prósentum talið héldu 63% golfklúbba á landinu meistaramót 2018 en 37% ekki.
Þetta eru nákvæmlega sömu tölur og árið 2017 en þá héldu 63% golfklúbba á landinu meistaramót 2017 – en 37% ekki.
Árið 2017 var reyndar arfalélegt í meistaramótshaldi miðað við árið þar áður, því árið 2016 héldu 45 golfklúbbar meistaramót sumarið og haustið 2016, en 17 klúbbar ekki. Árið 2016 voru því enn 72,5% allra golfklúbba á Íslandi sem héldu meistaramót, en 27,5% ekki. A.m.k. er nú í ár 2018 engin breyting frá árinu áður, 2017, sem er gott þar sem a.m.k. er ekki meiri fækkun á meistaramótshaldi, en ekki gott heldur þar sem engin fjölgun hefir verið í meistaramótshaldi, sem maður hefði gjarnan viljað sjá.
Milli áranna 2016 og 2017 var 9,5% eða tæp 10% fækkun um meistaramót hjá golfklúbbum en meistaramótshald milli áranna 2017 og 2018 stóð í stað.
Milli áranna 2015 og 2016 var fjölgun um 1 klúbb sem hélt meistaramót þ.e. 44 golfklúbbar stóðu fyrir meistaramótum 2015 og þeim fjölgaði um einn 2016, þegar 45 golfklúbbar stóðu fyrir meistaramótum.
Eftirfarandi golfklúbbar á Íslandi héldu meistaramót 2018 og er getið um klúbbmeistara þeirra (feitletrað) :

Alfreð Brynjar og Árný Eik klúbbmeistarar Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) 2018
Höfuðborgarsvæði (9 klúbbar):
GÁ: Sigrún Sigurðardóttir og Victor Rafn Viktorsson,9.-11. ágúst 2018.
GBR: Ásta Pálsdóttir og Bjarni Pálsson,9.-11. ágúst 2018.
GK: Þórdís Geirsdóttir og Axel Bóasson ,8.-14. júlí 2018.
GKG: Árný Eik Dagsdóttir og Alfreð Brynjar Kristinsson ,8.-14. júlí 2018.
GM: Heiða Guðnadóttir og Kristján Þór Einarsson, 2.-7. júlí 2018.
GO: Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Rögnvaldur Magnússon, 30. júní – 7. júlí 2018.
GR: Ragnhildur Sigurðardóttir og Dagbjartur Sigurbrandsson, 8.-14. júlí 2018.
GSE: Heiðrún Harpa Gestsdóttir og Hrafn Guðlaugsson,4.-7. júlí 2018.
NK: Karlotta Einarsdóttir og Ólafur Björn Loftsson, 30. júní – 7. júlí 2018.

Axel Bóasson og Þórdís Geirsdóttir, klúbbmeistarar GK 2018
Reykjanes (4):
GG: Svanhvít Helga Hammer og Jón Júlíus Karlsson,11.-14. julí 2018.
GS: Zuzanna Korpak og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson,
GSG: Milena Medic og Hafsteinn Þór F Friðriksson, 4.-7. júlí 2018.
Mynd af þeim Milenu, sem var komin 5 mánuði á leið þegar hún sigraði og Hafsteini Þór klúbbmeisturum GSG 2018 er í aðalmyndaglugga, en frétt af meistaramóti GSG var 6. mest lesna frétt á Golf1, 2018.
GVS: Sigurdís Reynisdóttir og Jóhann Sigurðsson, 28. júní – 1. júlí 2018
Höfuðborgarsvæðið og Reykjaness standa sig langbest í meistaramótshaldi en árið 2018 héldu ALLIR klúbbarnir á þessu svæði meistaramót, sem er hróss vert og frábært!!! Brautarholtið stóð fyrir meistaramóti í ár sem það gerði ekki árið 2017 og er það vel og vonandi að framhald verði á!!! Jafnframt er nýbreytni að í ár voru bæði karl- og kvenklúbbmeistarar í Brautarholtinu, en í eina skiptið þar áður sem meistaramót hefir verið haldið hjá GBR var aðeins krýndur karlklúbbmeistari. Er þetta góð þróun!

Sigurvegarar í Meistaramóti GB 2018
Vesturland (9 klúbbar):
GB: Lóa Dista Jóhannsson og Arnór Tumi Finnsson, 4. – 7. júlí 2018.
GGB: Bara 2 mót á dagskrá Opna Glanna og Hótel Bifröst mótin – Ekkert meistaramót!!!
GHF: Engin mót á döfinni – Heldur ekki meistaramót!!!
GJÓ: Þriðjudagsmótaröðin – En ekkert meistaramót!!!
GL:Valdís Þóra Jónsdóttir og Stefán Orri Ólafsson, 9.-14. júlí 2018
GMS: Erna Guðmundsdóttir og Margeir Ingi Rúnarsson, 4. -7. júlí 2018.
GSR (Skrifla): Ekkert einasta mót í ár – Hvorki meistaramót né önnur!
GST: 3 mót – Umhverfis Snæfellsnes, Tuddamótið og Töðugjöld – Ekkert meistaramót
GVG: Hugrún Elísdóttir og Heimir Þór Ásgeirsson, 26.-29. júní 2018.
Á Vesturlandi eru 9 golfklúbbar og 4 þeirra héldu meistaramót og eru því aðeins 44% klúbba, sem halda meistaramót á Vesturlandi en 56% ekki. Það er miður að t.a.m. Glanni og Golfklúbbur Ólafsvíkur, sem stundum hafa haldið meistaramót skuli ekki halda þau lengur. Skrifla, Staðarsveit og Húsafell virðast þráfaldlega ekki standa fyrir meistaramótum, þó þau gætu vel gert það líkt og hinir tveir fyrrnefndu hafa gert. Er leitt að meirihluti klúbba á Vesturlandi skuli ekki halda meistaramót, en engin breyting er milli ára hvað það snertir þ.e. milli áranna 2017 og 2018.

Sigurvegarar úr Meistaramóti GÍ 2018
Vestfirðir (6):
GBB: Guðný Sigurðardóttir og Magnús Jónsson, 5. júlí 2018.
GBO: Valdís Hrólfsdóttir og Unnsteinn Sigurjónsson, 10.-11. ágúst 2018.
GGL: Ekkert mót.
GHÓ: Ekkert mót.
GÍ: Anna Guðrún Sigurðardóttir og Anton Helgi Guðjónsson. 2. -5. júlí 2018
GP: 4.-5. júlí 2018.
Á Vestfjörðum er ástandið hvað meistaramót snertir aðeins skárra en á Vesturlandi en helmingur klúbba þar, GÍ, GBO og GBB stóðu fyrir meistaramótum. Eins var á dagskrá að halda meistaramót á Patreksfirði, 4.-5. júlí 2018, en engar staðfestar fréttir hafa borist þar um að það hafi farið fram. Gláma á Þingeyri, sem á einn fegursta 9 holu völl landsins, Meðaldalsvöll og Hólmavík, með hinn fagra Skeljavíkurvöll héldu engin mót sem er miður; ef ekki meistaramót þá verður Hólmavík endilega og a.m.k. að halda aftur skemmtilega Hamingjumótið sitt, þó enn skemmtilegra væri ef báðir klúbbarnir, Gláma og Hólmsvík stæðu fyrir meistaramótum 2019! Vestfirðir eru þó sá landshluti þar sem meistaramótum fjölgaði milli ára 2017 stóðu aðeins 2 klúbbar fyrir meistaramótum en 2018 eru það 3, sem er góð þróun!!!

F.v.: Bryndís Þorsteinsdóttir, 2. sæti; Fyrir miðju: Ólína Þórey Guðjónsdóttir, klúbbmeistari GKS 2018 og t.h. Jóhanna Þorleifsdóttir, 3. sæti

Sigurvegarar á meistaramóti GKS 2018. F.v.: Sævar Örn Kárason, 2. sæti; Fyrir miðju:Jóhann Már Sigurbjörnsson klúbbmeistari karla í GKS 2018 og Salmann Héðinn Árnason, 3. sæti
Norðvesturland (4):
GKS: Ólína Þórey Guðjónsdóttir og Jóhann Már Sigurbjörnsson, 10.-12. ágúst 2018
GÓS: Meistaramóti aflýst – átti að fara fram 5. júlí 2018.
GSK: 4.-9. júlí (en engar upplýsingar)

Klúbbmeistarar og aðrir sigurvegarar á meistaramóti GSS 2018
GSS: Árný Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson, 4.-7. júlí 2018.
Á Norðurlandi vestra er helmingur golfklúbba, sem stóð fyrir meistaramóti og stendur Norðurland vestra sig aðeins betur að því leytinu til, en Vestfirðirnir að bæði Golfklúbburinn Ós á Blönduósi og GSK þ.e. Golfklúbbur Skagastrandar höfðu ráðgert að meistaramót færu fram, þó ekkert virðist hafa orðið af því. Er það miður því báðir klúbbarnir hafa áður staðið fyrir myndarlegum meistaramótum! Breytinging frá árinu áður er að Golfklúbburinn Ós stóð2017 fyrir meistaramóti en gerði það ekki 2018; en Golfklúbbur Siglufjarðar hélt glæsilegt meistaramót 2018 í samstarfi við Siglo Golf, en gerði það ekki 2017. Óbreytt ástand hvað fjölda meistaramóta varðar milli áranna 2017 og 2018, en mikið væri gaman ef Blönduós og Skagaströnd héldu aftur meistaramót 2019!

Sigurvegarar á meistaramóti GA 2018 Allir saman
Norðausturland (9):
GA: Maríanna Ulriksen og Tumi Kúld, 2. – 7. júlí 2018.
GFB: Björg Traustadóttir og Sigurbjörn Þorgeirsson, 4.-7. júlí 2018
GH: Birna Dögg Magnúsdóttir og Karl Hannes Sigurðsson, 11.-14. júlí 2018.
GHD: Erla Adolfsdóttir og Arnór Snær Guðmundsson, 4.-9. júlí 2018.
GHV: Engin mót á döfinni – þ.á.m. ekkert meistaramót
GKM: Bara Golf og gufa – ekkert meistaramót
GLF: Eygló Birgisdóttir og Hjörtur Sigurðsson, 22. júlí 2018.
GOG: Ekkert mót.
GOV: 1 mót Vopnaskaksmótið – Ekkert meistaramót.
Á Norðurlandi eystra héldu 56% golfklúbba meistaramót en 44% ekki. Þeir klúbbar sem ekki héldu meistaramót voru Golfklúbbur Mývatnssveitar (GKV) og Golfklúbbur Vopnafjarðar (GOV), sem þau höfðu 1 mót á mótaskrá sinni, sem er flott en Gljúfrabúi (GOG – minnsti klúbburinn á landinu) og Golfklúbburinn Hvammur á Grenivík (GHV) höfðu engin mót á dagskrá, sem er synd því báðir klúbbar hafa afar sérstaka og flotta velli, einhver best geymdu golfdjásn landsins, sem gaman væri að halda meistaramót á, sama hversu fáir þátttakendurnir væru! Fækkun er í meistaramótshaldi á Norðurlandi frá árinu þar áður 2017, þar sem Golfklúbbur Mývatnssveitar stóð 2017 fyrir meistaramóti og hefir gert það mörg undanfarin ár og væri gaman að sjá meistaramót aftur á dagskrá hjá klúbbnum 2019!

Óli Kristján tekur hér við verðlaunum á meistaramóti GHH. Mynd: Í einkaeigu
Austurland (6):
GBE: 4 mót en ekki meistaramót.
GFH: 3 mót en ekki meistaramót.
GHH: Guðrún Ingólfsdóttir og Óli Kristján Benediktsson, 10.-12. ágúst 2018.
GKF: 13 mót – en ekkert meistaramót.
GN: 22 mót – Meistaramótinu frestað vegna lélegrar þátttöku 8. júlí – 11. júlí 2018.
GSF: 15 mót – en ekkert meistaramót.
Austurlandið er eyðimörk hvað meistaramót varðar en aðeins 1 klúbbur af 6, eða 16% heldur ár eftir ár uppi heiðri Austurlands í þeim efnum, Golfklúbbur Hornafjarðar á Höfn í Hornafirði, sem hefur enn eina af 9 holu golfperlum landsins, Silfurnesvöll, sem alltaf er gaman að spila. Það sem er einnig frábært og breyting frá árinu áður er að kominn er kvenklúbbmeistari GHH, en undanfarin ár hafa karlarnir einir spilað í meistaramótinu og er þetta frábær þróun!!! Golfklúbbur Neskaupstaðar virðist hafa haft á dagskrá að halda meistaramót en því var frestað vegna lélegrar þátttöku og virðist meistaramót á Neskaupsstað ekki hafa farið fram. Aðrir klúbbar á Austurlandi höfðu meistaramót einfaldlega ekki á mótaskrá sinni 2018, þó allir hafi haft golfmót á dagskrá sem er flott! Fækkun er um 1 meistaramót milli ára á Austurlandi en Golfklúbbur Fjarðarbyggðar (GKF) hélt meistaramót 2017 á Kolli en ekki 2018 sem er miður! Vonandi fjölgar meistaramótum á Austfjörðum 2019!

Sigurvegarar í Meistaramóti GV 2018
Suðurland (15 klúbbar):
GÁS: Engin mót – og þ.a.l. ekkert meistaramót.
GD: Sigrún María Ingimundardóttir og Böðvar Schram, 28. júlí 2018.
GEY: Engin mót – og þ.a.l. ekkert meistaramót.
GF: Jónína Birna Sigmarsdóttir og Elías Kristjánsson, 20.-21. júlí 2018.
GHG: Þuríður Gísladóttir og Fannar Ingi Steingrímsson, 4.-7. júlí 2018.
GHR: Hafdís Alda Jóhannsdóttir og Andri Már Óskarsson, 4.-7. júlí 2018.
GKB: Margrét Geirsdóttir og Haraldur Þórðarson, 11.-14. júlí 2014.
GKV: Aðeins 1 mót á dagskrá – Jónsmessugleði – Ekkert meistaramót.
GOS: Alda Sigurðardóttir og Hlynur Geir Hjartarson, 2.-7. júlí 2018.
GOT: Engin mót.
GÚ: Dýrleif Arna Guðmundsdóttir og Bjarki Þór Davíðsson, 13.-14. júlí 2018.
GV: Katrín Harðardóttir og Daníel Ingi Sigurjónsson, 11.-14. júlí 2018.
GÞ: Ásta Júlía Jónsdóttir og Óskar Gíslason, 27.-30. júní 2018
GÞH: Sigurpáll Geir Sveinsson og Unnur Björg Sigmarsdóttir, 3.-4. ágúst 2018
GÖ: Soffía Björnsdóttir og Tryggvi Valtýr Traustason, 5.-7. júlí 2018
Á Suðurlandi héldu 11 klúbbar af 15 meistaramót sem er 73,3% golfklúbba á Suðurlandi sem standa fyrir móti og er óbreytt ástand frá því í fyrra. Þeir sem ekki héldu meistaramót 2018 voru Golfklúbburinn Tuddi, Golfklúbburinn í Vík, Golfklúbburinn Geysir og Golfklúbbur Ásatúns. Í fyrra, 2017, hélt Golfklúbbur Dalbúa ekki mót, en gerði það 2018, sem er frábært og vonandi að framhald verði á, en Dalbúi hefir í raun árlega staðið fyrir góðum meistaramótum. Golfklúbbur Geysis, stóð fyrir meistaramóti 2017 en ekki 2018, sem er miður og vonandi að Geysir komi aftur nú í ár 2019! Golfklúbburinn í Vík hefir stundum haldið meistaramót og mætti gjarnan hefja þau að nýju, þar sem allt er í svo mikilli uppbyggingu í Vík. Ásatúnið og Tuddi héldu ekki meistaramót sem er miður, en allt óbreytt milli ára þ.e. golfklúbbarnir stóðu hvorki fyrir meistaramóti 2017 né 2018. Báðum golfklúbbum er þó í lófa lagi að standa fyrir veglegum meistaramótum og mættu athuga það á þessu ári 2019!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
