Meistaramótin 2015 – Hvaða klúbbar stóðu fyrir meistaramótum og hverjir ekki?
Nú er lokið meistaramótum golfklúbbanna á Íslandi 2015. Því síðasta lauk nú fyrir skemmstu þ.e. 29. ágúst 2015 en það var Golfklúbburinn Lundur, sem hélt meistaramót sitt þá.
Alls héldu 44 klúbbar af 62 meistaramót og hefir Golf1 verið með umfjöllun um þau ÖLL. Klúbbar sem ekki héldu meistaramót í ár voru 18, alveg eins og í fyrra. ( 71% golfklúbba á landinu stóðu fyrir meistaramótum, sem er 1% færri en í fyrra).
Í fyrra, 2014 voru hins vegar fleiri golfklúbbar í landinu, eða 65. Í ár eru golfklúbbarnir færri. Golfklúbburinn Laki (GLK) á Kirkjubæjarklaustri er ekki formlega lengur meðal golfklúbba á landinu. Því eru golfklúbbar á Suðurlandi nú 15 en ekki 16 eins og áður var. GKD þ.e. Golfklúbbur Djúpavogs er eins ekki lengur meðal klúbba á skrá GSÍ og er það miður – því eru golfklúbbar á Austurlandi nú 6 en ekki 7 eins og áður var. Eins hafa Golfklúbburinn Kjölur (GKJ) og Golfklúbbur Bakkakots (GOB) eins og allir vita sameinast í einn golfklúbb, Golfklúbb Mosfellsbæjar (GM) og eru golfklúbbar á Höfuðborgarsvæðinu því 9 nú, en ekki 10 eins og áður var.
Samtals eru golfklúbbar í landinu því 62 en ekki 65 eins og var fyrir ári síðan. Golfklúbbum á Íslandi fækkar því hér eins og þróunin er í öðrum nágrannalöndum okkar.
Klúbbmeistarar í þeim 44 golfklúbbum á Íslandi, sem héldu meistaramót 2015 eru eftirfarandi:
GÞ – Mót haldið 24.-27. júní 2015. Klúbbmeistarar: Ingvar Jónsson og Brynja Ingimarsdóttir.
GVS – Mót haldið 25.-27. júní 2015. Klúbbmeistarar: Adam Örn Stefánsson og Guðrún Egilsdóttir.
GF – Mót haldið 26.-27. júní 2015. Klúbbmeistarar: Eiður Ísak Broddason og Halldóra Halldórsdóttir.
GKG – Mót haldið 28.júní – 4. júlí 2015. Klúbbmeistarar: Aron Snær Júlíusson og Ragna Björk Ólafsdóttir.
GHG – Mót haldið 1.-4. júlí 2015. Klúbbmeistarar: Elvar Aron Hauksson og Steinunn Inga Björnsdóttir.
GSG – Mót haldið 1.-4. júlí 2015. Klúbbmeistarar: Þór Ríkharðsson og Hulda Björg Birgisdóttir.
GÞH – Mót haldið 3.-4. júlí 2015. Klúbbmeistarar: Sigurpáll Geir Sveinsson og Guðríður Jónsdóttir.
NK – Mót haldið 4.-11. júlí 2015. Klúbbmeistarar: Ólafur Björn Loftsson og Helga Kristín Einarsdóttir.
GK – Mót haldið 5.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Benedikt Sveinsson og Tinna Jóhannsdóttir.
GR – Mót haldið 5.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Stefán Már Stefánsson og Ragnhildur Sigurðardóttir.
GO: Mót haldið 5.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Andrea Ásgrímsdóttir og Rögnvaldur Magnússon.
GKS: Mót haldið 6.-9. júlí. Klúbbmeistarar: Ingvar Hreinsson og Hulda Magnúsardóttir.
GG – Mót haldið 6.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Helgi Dan og Svanhvít Helga Hammer.
GHD – Mót haldið 6.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Arnór Snær Guðmundsson og Ólöf María Einarsdóttir.
GHR – Mót haldið 6.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Andri Már Óskarsson og Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir.
GL – Mót haldið 6.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Stefán Orri Ólafsson og Arna Magnúsdóttir.
GM – Mót haldið 6.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Davíð Már og Nína Geirsdóttir.
GOS – Mót haldið 6.-11.júlí. Klúbbmeistarar: Hlynur Geir Hjartarson og Alexandra Eir.
GÓ: Mót haldið 6.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Sigurbjörn Þorgeirsson og Brynja Sigurðardóttir.
GA – Mót haldið 8.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Kristján Benedikt Sveinsson og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir.
GB – Mót haldið 8.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Rafn Stefán Rafnsson og Fjóla Pétursdóttir.
GH – Mót haldið 8.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Sigurður Hreinsson og Birna Dögg Magnúsdóttir.
GKB – Mót haldið 8.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Hjalti Atlason og Brynhildur Sigursteinsdóttir.
GÍ – Mót haldið 8.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Anton Helgi Guðjónsson og Anna Guðrún Sigurðardóttir..
GMS – Mót haldið 8.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Margeir Ingi Rúnarsson og Elísabet Valdimarsdóttir.
GS – Mót haldið 8.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Heiður Björk Friðbjörnsdóttir.
GSE – Mót haldið 8.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Ólafur Hreinn Jóhannesson og Heiðrún Harpa Gestsdóttir.
GV – Mót haldið 8.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Örlygur Helgi Grímsson og Katrín Harðardóttir.
GVG – Mót haldið 8.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Pétur Vilbergur Georgsson og Jófríður Friðgeirsdóttir.
GSS – Mót haldið 8.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Arnar Geir og Árný Lilja Jónsdóttir.
GBB – Mót haldið 9.-10. júlí. Klúbbmeistarar: Heiðar Ingi Jóhannsson og Guðný Sigurðardóttir.
GHH – Mót haldið 9.-11. júlí. Klúbbmeistari: Halldór Birgisson.
GJÓ – Mót haldið 9. 11.júlí. Klúbbmeistari: Magnús Lárusson.
GÖ – Mót haldið 9.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Björn Andri Bergsson og Ásgerður Sverrisdóttir.
GÓS – Mót haldið 9.-11. júlí. Klúbbmeistarar: Brynjar Bjarkason og Guðrún Ásgerður Jónsdóttir.
GGL – Mót haldið 11. júlí. Klúbbmeistari: Ólafur Ragnarsson.
GÚ – Mót haldið 17.-18. júlí. Klúbbmeistarar: Jóhann Ríkharðsson og Kristrún Runólfsdóttir.
GKV – Mót haldið 17.-18. júlí. Klúbbmeistarar: Ragnar Þórir Guðgeirsson og Anna Huld Óskarsdóttir.
GD: Mót haldið 18.-19. júlí. Klúbbmeistarar: Magnús Steinþórsson og Sigrún María Ingimundardóttir.
GEY: Mót haldið 21.-22. júlí. Klúbbmeistarar: Magnús Bjarnason og Þórhildur Þorleifsdóttir.
GBO: Mót haldið 30.-31. júlí. Klúbbmeistarar: Janusz Pawel Duszak og Petrína Freyja Sigurðardóttir.
GKF – Mót haldið 8. ágúst. Klúbbmeistarar: Viktor Páll Magnússon og Jóhanna Hallgrímsdóttir
GÁ – Mót haldið 14.-16. ágúst. Klúbbmeistarar: Victor Rafn Viktorsson og Sigrún Sigurðardóttir.
GLF – Mót haldið 29. ágúst. Klúbbmeistarar: Valdemar Örn Valsson og Guðríður Þorsteinsdóttir.
Þeir golfklúbbar sem ekki héldu meistaramót 2015 eru eftirfarandi:
GBR – Ekkert meistaramót hjá Golfklúbbi Brautarholts.
GGB – Ekkert meistaramót hjá Glanna.
GHF – Ekkert meistaramót hjá Golfklúbbi Húsafells.
GSR – Ekkert meistaramót hjá Skriflu.
GST – Ekkert meistaramót hjá Golfklúbbi Staðarsveitar Vesturland.
GHÓ – Ekkert meistaramót hjá Golfklúbbi Hólmavíkur.
GP – Ekkert meistaramót hjá Golfklúbbi Patreksfjarðar (auglýst 7.-8. júlí, en engin úrslit úr því að golf.is).
GSK – Ekkert meistaramót hjá Golfklúbbi Skagastrandar (GSK) þótt það hafi verið auglýst 6.-7. júlí – engin úrslit.
GHV – Ekkert meistararamót hjá Golfklúbbnum Hvammi Grenivík
GKM – Ekkert meistaramót hjá Golfklúbbi Mývatnssveitar (auglýst 8.-9. júlí – engin úrslit birt á golf.is)
GOG – Ekkert meistaramót hjá Golfklúbbnum Gljúfra
GOV – Ekkert meistaramót hjá Golfklúbbi Vopnafjarðar
GBE – Ekkert meistaramót hjá Golfklúbbi Byggðarholts Eskifirði
GFH – Ekkert meistaramót hjá Golfklúbbii Fljótsdalshéraðs
GN – Ekkert meistaramót hjá Golfklúbbi Neskaupsstaðar
GSF – Ekkert meistaramót hjá Golfklúbbi Seyðisfjarðar
GÁS – Ekkert meistaramót hjá Golfklúbbi Ásatúns
GOT – Ekkert meistaramót hjá Golfklúbbnum Tudda
******************************************************
Höfuðborgarsvæðið
Það eru 9 golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu. Allir golfklúbbarnir nema 1 héldu meistaramót, en á höfuðborgarsvæðinu eru 5 stærstu golfklúbbar landsins. Tveir golfklúbba höfuðborgarsvæðiðsins voru meðal þeirra síðustu í ár að halda meistaramót þ.e.Golfklúbbur Álftaness 14-16. ágúst. Golfklúbbur Brautarholts var eini golfklúbburinn sem ekki hélt meistaramót. Þetta var ágætt en 88% golfklúbbanna héldu meistaramót!!!
Reykjanes
Líkt og árið áður héldu ALLIR golfklúbbar á Reyjanesi meistaramót – þ.e. allir 4: GG, GVS, GSG, og GS. Frábært!!!! …. enda mikil golfhefð á Suðurnesjum.
Vesturland
Á Vesturlandi eru 9 golfklúbbar – jafnmargir og á höfuðborgarsvæðinu. Þar af héldu 5 golfklúbbar meistaramót, en hinir 4 ekki – þ.e. 55% klúbba á Vesturlandi stóðu fyrir meistaramótum. Þeir sem héldu meistaramót voru GB, GL, GMS, GVG og GJÓ. Hinir sem ekki héldu meistaramót voru: Glanni, Húsafell, Skrifla og Golfklúbbur Staðarsveitar. Það er leitt að Glanni hafi ekki haldið meistaramót (líkt og í fyrra) en árin þar áður voru haldin skemmtileg meistaramót hjá Glanna, sem klúbburinn mætti vel endurskoða að halda aftur. Sama gildir um hina 3 klúbbana 🙁
Vestfirðir
Á Vestfjörðum eru 6 golfklúbbar. Það sem er mesta gleðiefnið þar er að Golfklúbburinn með einn fallegasta golfvöll landsins, Meðaldalsvöll, hélt meistaramót (en það féll niður í fyrra). Golfklúbburinn Gláma hélt meistararmót í ár, sem var frábært og vonandi að framhald verði á!!!
Auk þess héldu 3 aðrir golfklúbbar meistaramót Golfklúbbur Bolungarvíkur, Golfklúbbur Ísafjarðar og Golfklúbbur Bíldudals. Þ.a.l. héldu 67% golfklúbba á Vestfjörðum meistaramót 2015. Golfklúbbur Patreksfjarðar, sem haldið hefir meistaramót á undanförnum árum auglýsti mót en engar fréttir hafa borist um að það hafi farið fram. Eins og undanfarin ár hélt síðan Golfklúbbur Hólmavíkur ekki meistaramót – en gaman að sjá að Hamingjumót GJÓ var aftur á dagskrá í ár!
Hefðu GJÓ og GP haldið sín meistaramót hefðu Vestfirðir staðið sig frábærlega vel með 100% klúbba, sem staðið hefðu fyrir meistaramótum en raunin varð bara 2/3 golfklúbba á Vestfjörðum stóðu fyrir meistaramótum í ár.
Norðurland vestra
Fjórir golfklúbbar eru á Norðurlandi vestra og héldu 3/4 hluta golfklúbba þar meistararmót: GKS, GÓS og GSS. Fjórði klúbburinn Golfklúbbur Skagastrandar auglýsti meistaramót 6.-7. júlí en birti engin úrslit. Það er miður en blómlegt golflíf hefir á undanförnum árum verið á Skagaströnd og GSK hefir haldið meistaramót áður þótt þátttakendur hafi verið fáir.
Norðurausturland
Á Norðausturlandi eru 9 golfklúbbar, eins og á Höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Þar af héldu 5 golfklúbbar meistaramót. Þeir sem stóðu fyrir meistaramótum á Norðausturlandi eru eftirfarandi golfklúbbar: GA, GH, GHD, GÓ, GLF. Þeir klúbbar þar sem ekkert meistaramót var eru: Golfklúbbar Grenivíkur, Mývatnssveitar og Vopnafjarðar og Golfklúbburinn Gljúfri í Ásbyrgi. Þ.a.l. eru aðeins 55% golfklúbba á Norðausturlandi sem standa fyrir meistaramótum. Synd að GKM stóð ekki fyrir meistaramóti eins og auglýst var – engin úrslit voru birt, en klúbburinn hefir á undanförnum árum haldið meistaramót og ætti endilega að fara að gera það aftur! Sama gildir um GHV, GOG og GOV!!!
Austurland
Á Austurlandi er staðan enn verri, s.s. verið hefir undanfarin ár. Lítil hefð virðist þar fyrir meistaramótum. Á Austurlandi eru 6 klúbbar en aðeins 2 héldu meistaramót eða 33% Það eru GHH og GKF, en GKF var einn síðasti klúbburinn til að halda meistaramót sitt 29. ágúst s.l.
Suðurland
Langflestir golfklúbbar eru á Suðurlandi á landinu eða 15 talsins. Þar af héldu 13 eða næstum allir golfklúbbar á Suðurlandi meistaramót!!! Frábært!!! 87% klúbba á Suðurlandi héldu meistaramót – Þar er auðveldara að telja þá sem ekki héldu meistaramót en það eru Golfklúbbur Ásatúns (GÁS) og Golfklúbbur Tuddana (GOT).
Allir aðrir golfklúbbar Suðurlands stóðu fyrir meistaramótum þ.e.: GD; GEY; GF, GHG; GHR; GKB; GKV; GOS; GÚ; GV; GÞ, GÞH og GÖ.
Sérstakt fagnaðarefni er að Golfkúbburinn í Vík (GKV) hélt meistaramót í ár, en ekkert slíkt mót fór fram í fyrra. Frábært!!!
(44 héldu meistaramót – 18 héldu ekki) Alls: 62 klúbbar
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024













