Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2014 | 11:50

Meistaramótin 2014 – Hvaða klúbbar stóðu fyrir meistaramótum og hverjir ekki?

Nú er lokið meistaramótum golfklúbbanna á Íslandi 2014.  Því síðasta lauk nú fyrir skemmstu þ.e. 30. ágúst 2014 en það var Golfklúbburinn Lundur sem hélt meistaramót sitt þá.

Alls héldu 47 klúbbar af 65 meistaramót og hefir Golf1 verið með umfjöllun um þau ÖLL.  Klúbbar sem ekki héldu meistaramót í ár voru 18.  Alls voru því 72% golfklúbba sem stóð fyrir meistaramótum á Íslandi 2014.

Klúbbmeistarar í golfklúbbum á Íslandi 2014 eru eftirfarandi:

GJÓ – Mót haldið 25.-27. júní 2014 Rögnvaldur Ólafsson.

GÞ – Mót haldið 25.-28. júní 2014  Sigurbjörg Þ. Óskarsdóttir og Svanur Jónsson.

Sigurbjörg Þ. Óskarsdóttir og Svanur Jónsson klúbbmeistarar GÞ 2014. Mynd: GÞ

Sigurbjörg Þ. Óskarsdóttir og Svanur Jónsson klúbbmeistarar GÞ 2014. Mynd: GÞ

GF – Mót haldið 28.-29. júní 2014 Heiður Björg Friðbjörnsdóttir og Eiður Ísak Broddason.

GSS – Mót haldið 1. -4. júlí 2014 Meistaramót barna og unglinga.

GÓS – Mót haldið 3.-5. júlí 2015 Guðrún Ásgerður Jónsdóttir og Brynjar Bjarkason.

GHG – Mót haldið 4.-6. júlí 2014 Harpa Rós Björgvinsdóttir og Erlingur Arthúrsson.

GHH – Mót haldið 4.-6. júlí 2014 Óli Kristján Benediktsson. 

 

Óli Kristján tekur hér við verðlaunum á meistaramóti GHH. Mynd: Í einkaeigu

Óli Kristján tekur hér við verðlaunum á meistaramóti GHH. Mynd: Í einkaeigu

GR – 6.-8. júlí 2014 Meistaramót barna og unglinga.

GK – Mót haldið 6.-12. júlí 2014 Tinna Jóhannsdóttir og Axel Bóasson.

GKG – Mót haldið 6.-12. júlí 2014 Ingunn Einarsdóttir og  Emil Þór Ragnarsson.

GO- Mót haldið 6.-12. júlí 2014 Andrea Ásgrímsdóttir og Ottó Axel Bjartmarz.

GR – Mót haldið 6.-12. júlí 2014 Ragnhildur Sigurðardóttir og Stefán Þór Bogason.

Klúbbmeistarar GR 2014 Ragnhildur Sigurðardóttir og Stefán Þór Bogason. Mynd: GR

Klúbbmeistarar GR 2014 Ragnhildur Sigurðardóttir og Stefán Þór Bogason. Mynd: GR

NK – Mót haldið 6.-12. júlí 2014 Helga Kristín Einarsdóttir og Ólafur Björn Loftsson.

GÓ – Mót haldið 7.-9. júlí 2014 Björg Traustadóttir og Sigurbjörn Þorgeirsson.

GA – Mót haldið 7.-12. júlí 2014 Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og Ævarr Freyr Birgisson.

Ævarr Freyr og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistatar GA 2014. Mynd: Í einkaeigu

Ævarr Freyr og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistatar GA 2014. Mynd: Í einkaeigu

GKJ – Mót haldið 7.-12. júlí 2014 Nína Björk Geirsdóttir og Davíð Gunnlaugsson.

GL – Mót haldið 7.-12. júlí 2014 Elín Dröfn Valsdóttir og Stefán Orri Ólafsson.

GKM – Mót haldið 8.-9. júlí 2014.  Guðbjörg Ásdís Ingólfsdóttir og Hinrik Árni Bóasson.  (Hjón)

GÍ – Mót haldið 8.-11. júlí 2014 Sólveig Pálsdóttir og Gunnsteinn Jónsson.

Gunnsteinn Jónsson, klúbbmeistari GÍ 2014

Gunnsteinn Jónsson, klúbbmeistari GÍ 2014

GS – Mót haldið 8.-12. júlí 2014 Karen Guðnadóttir og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson.

GSE – Mót haldið 8.-12. júlí 2014 Lovísa Hermannsdóttir og Hrafn Guðlaugsson.

GOS – Mót haldið 8.-12. júlí 2014 Alexandra Eir Grétarsdóttir og Hlynur Geir Hjartarson.

GP – Mót haldið 9.-10. júlí 2014. Björg Sæmundsdóttir og Skjöldur Pálmason. 

GB – Mót haldið 9.-12. júlí 2014 Júlíana Jónsdóttir og Arnór Tumi Finnsson.

GG – Mót haldið 9.-12. júlí 2014 Gerða Kristín Hammer og Helgi Dan Jóhannsson 

GH – Mót haldið 9.-12. júlí 2014  Jóhanna Guðjónsdóttir og Axel Reynisson.

GKB – Mót haldið 9.12. júlí 2014 Brynhildur Sigursteinsdóttir og Rúnar Óli Einarsson.

GSG – Mót haldið 9.-12. júlí 2014 Hulda Björg Birgisdóttir og Þór Ríkharðsson.

GSS – Mót haldið 9.-12. júlí 2014 Árny Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson.

Árny Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson. Mynd: GSS

Árny Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson. Mynd: GSS

GVG – Mót haldið 9.-12. júlí 2014 Jófríður Friðgeirsdóttir og Margeir Ingi Rúnarsson

GHR – Mót haldið 9.-12. júlí 2014 Katrín Björg Aðalsteinsdóttir og Andri Már Óskarsson. (Mæðgin)

GHD – Mót haldið 9.-12. júlí 2014 Birta Dís Jónsdóttir og Heiðar Davíð Bragason.

GV – Mót haldið 9.-12. júlí 2014 Sara Jóhannsdóttir og Örlygur Helgi Grímsson 

GVS – Mót haldið 9.-12. júlí 2014 Guðrún Egilsdóttir og Ágúst Ársælsson.

GMS- Mót haldið 9.-13. júlí 2014 Auður Kjartansdóttir og Gunnar Björn Guðmundsson.

GBB – Mót haldið 10.-12. júlí 2014 Ólafía Björnsdóttir og Anton Halldór Jónsson. 

GBO – Mót haldið 10.-12. júlí 2014  Chatchai Phothiya og Eygló Harðardóttir

GKS – Mót haldið 10.-13. júlí 2013 Hulda Guðveig Magnúsardóttir og Þorsteinn Jóhannsson.

Klúbbmeistarar GKS 2014 - Hulda Guðveig Magnúsardóttir og Þorsteinn Jóhannesson. Mynd: GKS

Klúbbmeistarar GKS 2014 – Hulda Guðveig Magnúsardóttir og Þorsteinn Jóhannesson. Mynd: GKS

GD – Mót haldið 12.-13. júlí 2013 Sigrún María Ingimundardóttir og Sigurjón Guðmundsson.

GOB – Mót haldið 16.-19. júlí 2014 Halldóra Björk Sigurðardóttir og Eyþór Ágúst Kristjánsson.

GÖ – Mót áætlað 17.-19. júlí 2014 Hafdís Helgadóttir og Þórir Baldvin Björgvinsson.

GÚ – Mót áætlað 19-20. júlí 2014 Hólmfríður Einarsdóttir og Magnús Ólafsson.

GEY – Mót haldið 24. júlí 2014 Pálmi Hlöðversson.

GKV – Mót haldið 26. -27. júlí 2014  Anna Huld Óskarsdóttir og Þráinn Sigurðsson.

GHV – Mót haldið 8. ágúst 2014 Gunnar Egill Þórisson.

GÁ – Mót haldið  15.-17. ágúst 2014  Guðrún Eggertsdóttir og  Victor Rafn Viktorsson.

GKF – Mót haldið 16. ágúst 2014  Anna Jenný Vilhelmsdóttir og Friðrik Bjartur Magnússon.

GÞH – Mót haldið 22.-23. ágúst 2014  Guðríður Jónsdóttir og Ívar Harðarson.

GLF- Mót haldið 30. ágúst 2014 Þórunn Anna Haraldsdóttir og Júlíus Þór Tryggvason.

Emil Þór Ragnarsson, klúbbmeistari GKG ásamt móður sinni Hólmfríði Einarsdóttur sem vann 1. flokk á meistaramóti GKG og er auk þess klúbbmeistari GÚ 3. árið í röð.

Emil Þór Ragnarsson, klúbbmeistari GKG ásamt móður sinni Hólmfríði Einarsdóttur sem vann 1. flokk á meistaramóti GKG og er auk þess klúbbmeistari GÚ 3. árið í röð.

Fjölskyldutengslin er sterk í golfinu og það endurspeglast m.a. í meistaramótum þessa árs.  Í Golfklúbbnum á Hellu urðu þannig mægðin klúbbmeistarar Katrín Björg Aðalsteinsdóttir og sonur hennar Andri Már Óskarsson. Mæðginin Emil Þór Ragnarsson og Hólmfríður Einarsdóttir urðu klúbbmeistarar í sitthvorum klúbbnum; Emil Þór í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og Hólmfríður í Golfklúbbi Úthlíðar (GÚ). Gaman verður að fylgjast með Emil Þór í bandaríska háskólagolfinu í vetur en hann leikur með skólaliði Nicholls State.  Þetta er 3. árið í röð sem Hólmfríður verður klúbbmeistari kvenna í Úthlíð.  Eins sigraði Hólmfríður 1. flokk í meistaramóti GKG nú í ár. Glæsileg íþróttakona!!! … en auk golfsins stundar Hólmfríður blak og tekur þátt í maraþonhlaupum.

Hjón urðu klúbbeistarar í Golfklúbbi Mývatnssveitar; þau Guðbjörg Ásdís Ingólfsdóttir og Hinrik Árni Bóasson.

Systur urðu klúbbmeistarar í mismunandi klúbbum þ.e. Tinna Jóhannsdóttir í Golfklúbbnum Keili  í Hafnarfirði og systir hennar Sara Jóhannsdóttir varð klúbbmeistari kvenna í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Eflaust eru ekki öll fjölskyldutengsl talin hér.

Klúbbar sem ekki héldu meistaramót voru eftirfarandi: GBR, GGB, GHF, GSR, GST, GHÓ, GGL,  GSK, GOG, GVF, GBE, GFH, GKD, GN, GSF, GÁS, GLK og GOT.

Nánar um klúbbana sem ekki héldu meistaramót árið 2014:

Á Höfuðborgarsvæðinu:  Golfklúbbur Brautarholts.  Á mótakrá í ár hjá þessum einum nýjasta golfklúbbi landsins eru 6 mót, sem er glæsilegt – líkt og Brautarholtsvöllur, sem er alger perla og verður gaman að taka þátt í golfmótum þar í framtíðinni!  Hins vegar var Brautarholtið eini klúbburinn á höfuðborgarsvæðinu sem ekki hélt meistaramót í ár 2014.  Alls eru klúbbar á höfuðborgarsvæðinu 10.  Þannig að 9/10 af klúbbum þar hédu meistaramót 2014.

Andrea Ásgrímsdóttir og Ottó Axel Bjartmarz klúbbmeistarar GO 2014.  Andrea er klúbbmeistari GO 2. árið í röð. Mynd: Helga Björnsdóttir

Andrea Ásgrímsdóttir og Ottó Axel Bjartmarz klúbbmeistarar GO 2014. Andrea er klúbbmeistari GO 2. árið í röð. Mynd: Helga Björnsdóttir

Á Reykjanesi:  Golfklúbbarnir þar eru 4: GSG, GVS, GS og GG og héldu þeir allir meistaramót.  4/4 Fullt hús 100% Glæsilegt!

Á Vesturlandi: Þar eru 9 golfklúbbar og af þeim héldu 4 klúbbar ekki meistaramót þ.e. Golfklúbburinn Glanni (sem er miður 🙁  ) því þar voru oft haldin skemmtileg meistaramót og alveg ástæða til að endurskoða að fara að halda þannig mót aftur!); Golfklúbbur Húsafells; Golfklúbburinn Skrifla og Golfklúbbur Staðarsveitar.   Í hinum 5 klúbbunum (GL, GB, GMS, GVG og GJÓ)  og þar með meirihluta klúbba á Vesturlandi voru þó haldin stór og glæsileg meistaramót; það fjölmennasta með 100 þátttakendum hjá GL á Akranesi.

Á Vestfjörðum: Þar eru 6 klúbbar og af þeim héldu 4 klúbbar meistaramót þ.e. GBB, GBO, GÍ og GP en ekkert meistaramót var í ár hjá golfklúbbunum Golfklúbbi Hólmavíkur (GHÓ) og Golfklúbbnum Glámu (GGL).

Fossinn á 7. braut Meðaldalsvallar á Þingeyri. Brautin þykir ein sú fallegasta á landinu. Er nú ekki kominn tími á að Gláma haldi aftur meistaramót? Mynd: Bæjarins besta.

Fossinn á 7. braut Meðaldalsvallar á Þingeyri. Brautin þykir ein sú fallegasta á landinu. Er nú ekki kominn tími á að Gláma haldi aftur meistaramót? Mynd: Bæjarins besta.

Á Norðurlandi vestra:  Þar eru 4 klúbbar og héldu 3 af 4 meistaramót þ.e. GKS, GÓS og GSS allir klúbbar nema GSK, Golfklúbbur Skagastrandar. Að vísu var meistaramót GSK auglýst en ekkert liggur fyrir um úrslit í mótinu.  3/4 eða 75% þátttaka!!!

Á Norðurlandi eystra:  Þar eru 9 klúbbar og hafa 6 haldið meistaramót, GA, GH, GHD, GHV, GKM og GÓ og einn GLF á eftir að halda meistaramót sitt.   Klúbbar sem ekki héldu meistaramót 2014 voru: Golfklúbburinn Gljúfri (GOG) í Ásbyrgi; Golfklúbbur Vopnafjarðar (GVF).  Þ.e. 7/9 eða klúbba á Norðurausturlandi héldu meistaramót 2014, þar af er sérlega virðingavert meistaramótið sem Golfklúbburinn Hvammur í Grenivík, hélt 8. ágúst,  en þar voru þátttakendurnir 4, sem var minnsta meistaramót á Íslandi 2014, en frábært framtak og glæsilegt hjá þeim í Hvammi og vonandi vísir að stærri mótum og fleiri opnum mótum í Grenivík, því völlurinn þar er svo sannarlega ein vanmetnasta og minnst spilaða golfperla á Íslandi!!!!

Hvernig væri nú ef Golfklúbbur Neskaupsstaðar (GN) færi að standa fyrir meistaramóti - jafn gott og frábært sem félagsstarfið er þar nú annars?

Hvernig væri nú ef Golfklúbbur Neskaupsstaðar (GN) færi að standa fyrir meistaramóti – jafn gott og frábært sem félagsstarfið er þar nú annars?

Á Austurlandi: Þar virðist lítil hefð fyrir að halda meistaramót.  Golfklúbbar á Austurlandi eru 7:  GBE, GFH, GHH, GKD, GKF, GN og GSF en þar af halda aðeins 2 klúbbar meistaramót í ár þ.e. Golfklúbbur Hafnar í Hornafirði (GHH) og Golfklúbbur Fjarðabyggðar (GKF).  Einungis 2/7 klúbbar á Austurlandi sem sagt með meistaramót árið 2014 og langlægsta hlutfall klúbba á landsvísu, sem eru að standa fyrir meistaramótum.  Kannski kominn tími til að breyta þessu?

Á Suðurlandi: Þar eru flestir golfklúbbar á landinu eða 16 talsins.  Þar af héldu 13 golfklúbbar, meistaramót: GF, GÞ, GHG, GOS, GKB, GV,  GHR, GD. GEY, GÚ, GKV GÞH og GÖ . Þeir golfklúbbar,  sem ekki héldu meistaramót í ár á Suðurlandi voru 3 talsins þ.e. GÁS, GLK,  GOT.