Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2023 | 21:00

Meistaramót 2023: Aron Snær og Elísabet Sunna klúbbmeistarar GKG

Meistaramót Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar fór fram dagana 2.-8. júlí 2023 og var þetta í 30. sinn sem mótið var haldið.

Þátttakendur að þessu sinni voru 449 og var keppt í 33 flokkum. Meistaramót GKG er klárlega næstfjölmennasta meistaramót landsins!

Klúbbmeistarar GKG 2023 eru þau Aron Snær Júlíusson og Elísabet Sunna Scheving, en þess mætti geta að Elísabet Sunna er aðeins 16 ára! Glæsileg!!! … og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni!!!

Aron Snær setti nýtt vallarmet í Leirdalnum á 3. keppnisdegi sínum í meistaramótinu – sló glæsileg 63 högg – Frábær kylfingur á ferð þar sem Aron Snær er!!!

Aron Snær klúbbmeistari GKG 2023 f.m.

Sjá má helstu úrslit á vef GKG ásamt myndum af sigurvegurunum með því að SMELLA HÉR:

Sjá má öll úrslit í meistaramóti GKG í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR:  

…. með því að SMELLA HÉR: (U14, U12 og U10) ….

og með því að SMELLA HÉR:  (70+ og háforgjafarkylfingar)

Golf 1 hefir einnig tekið saman nokkur af helstu úrslitum af meistaramóti GKG, sem sjá má hér að neðan:

Meistaraflokkur karla:
1 Aron Snær Júlíusson -12 272 högg (71 71 63 67) – Sérlega glæsilegt skor 3. keppnisdag hjá Aroni Snæ! Hann setti nýtt vallarmet á Leirdalsvelli!!!
2 Sigurður Arnar Garðarsson -6 278 högg (72 72 67 67)
3 Arnar Daði Svavarsson -1 283 högg (70 71 69 73)

Meistaraflokkur kvenna:
1 Elísabet Sunna Scheving +34 318 högg (78 81 80 79)
2 Karen Lind Stefánsdóttir +41 325 högg (87 84 78 76)
3 Katrín Hörn Daníelsdóttir +43 327 högg (85 80 83 79)

1. flokkur karla:
1 Kjartan Jóhannes Einarsson +21. 305 högg (78 78 74 75)
2 Björn Leví Valgeirsson +34 318 högg (80 82 74 82)
3 Hreiðar Bjarnason +35 319 högg (84 83 77 75)

1. flokkur kvenna:
1 Hansína Þorkelsdóttir +38 322 högg (78 87 80 77)
2 Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir +68 352 högg (84 100 82 86)
3 Linda Arilíusdóttir +82 366 högg (82 92 95 97)

2. flokkur karla
1 Ólafur Bjarki Ragnarsson +52 336 högg (80 89 86 81)
2 Sigurfinnur Sigurjónsson +54 338 högg (86 83 80 89)
3 Vignir Þ Hlöðversson +56 340 högg (84 90 86 80)

2. flokkur kvenna
1 Snjólaug Birgisdóttir +94 378 högg (98 87 96 97)
2 Ingibjörg M. Steinþórsdóttir +96 380 högg (100 95 94 91)
3 Heiðrún Líndal Karlsdóttir +99 383 högg (88 100 94 101)

Í aðalmyndaglugga: Klúbbmeistari kvenna í GKG, hin unga og efnilega Elísabet Sunna Scheving f.m. Mynd: GKG