Meistaramót 2021
Hér fer árlegt yfirlit Golf 1 yfir þá klúbba, sem héldu meistaramót.
Taldir verða upp þeir klúbbar sem héldu meistaramót 2021 og einnig minnst á þá, sem ekki stóðu fyrir slíkum mótum.
Alls héldu 41 golfklúbbur meistaramót af 62 klúbbum, þ.e.a.s. 66 % klúbba og þ.a.l. 21 golfklúbbur eða 34% ekki. Þetta er ótrúlega flott frammistaða í meistaramótshaldi á tímum Covid-faraldurs.
Hér að neðan er yfirlit yfir golfklúbba Íslands og klúbbmeistara þeirra 2021:

Daníel Ísak Steinarsson og Þórdís Geirsdóttir klúbbmeistarar Keilis 2021
Höfuðborgarsvæðið
1 Golfklúbbur Álftaness. Sigríður Lovísa Sigurðardóttir og Samúel Árni Ívarsson 8.-10. júlí 2021
2 Brautarholtið /Golfklúbburinn Esja Ekkert meistaramót
3 Golfklúbburinn Keilir Þórdís Geirsdóttir og Daníel Ísak Steinarsson 4.-10. júlí 2021
4 Golfkl. Kópavogs/Garðabæjar Anna Júlía Ingólfsdóttir og Sigurður Arnar Garðarsson, 4.-10. júlí 2021
5 Golfklúbbur Mosfellsbæjar Nína Björk Geirsdóttir og Björn Óskar Guðjónsson 30. júní – 3. júlí 2021
6 Golfklúbburinn Oddur. Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Rögnvaldur Magnússon 3.-10. júlí 2021
7 Golfklúbbur Reykjavíkur. Berglind Björnsdóttir og Andri Þór Björnsson 4. – 10. júlí 2021
8 Golfklúbburinn Setberg. Valgerður Bjarnadóttir og Ólafur Hreinn Jóhannesson 6.-10. júlí 2021
9 Nesklúbburinn Karlotta Einarsdóttir og Bjarni Þór Lúðvíksson, 26. júní – 3. júlí 2021
Átta af 9 klúbbum héldu meistaramót eða 88% klúbba á höfuðborgarsvæðinu, sem er fínt. Það munar aðeins um að Golfklúbburinn Esja var ekki með meistaramót.

Helgi Dan og Svanhvít Helga Hammer – klúbbmeistarar GG 2021
Reykjanes
10 Golfklúbbur Grindavíkur. Svanhvít Helga Hammer og Helgi Dan Steinsson 14.-17. júlí 2021
11 Golfklúbbur Suðurnesja. Fjóla Margrét Viðarsdóttir og Logi Sigurðsson 5.-10. júlí 2021
12 Golfklúbbur Sandgerðis. Birta Dís Jónsdóttir og Óskar Marinó Jónsson 7.-10. júlí 2021
13 Golfklúbbur Vatnsleysustrandar Heiður Björk Friðbjörnsdóttir og Helgi Runólfsson 23.-26. júní 2021
Allir 4 klúbbarnir á suð-vestur horninu héldu meistaramót og því 100% eins og svo oft áður. Glæsilegt hjá Reyknesingum, sem halda uppi heiðri allra hérlendis í meistaramótshaldi!!!

Klúbbmeistarar GMS 2021 – Helga Björg og Margeir Ingi
Vesturland
14 Golfklúbbur Borgarness Hansína Þorkelsdóttir og Bjarki Pétursson 29. júní – 2. júlí 2021
15 Golfklúbburinn Glanni Aðeins 1 mót á dagskrá 15. ára afmælismótið 14. ágúst – EKKERT MEISTARAMÓT
16 Golfklúbburinn Húsafelli Aðeins 1 mót á dagskrá – Bjórmótið – 26. júní – EKKERT MEISTARAMÓT
17 Golfklúbburinn Jökull. 5.-7. júlí Auður Kjartansdóttir og Rögnvaldur Ólafsson 5.-7. júlí 2021
18 Golfklúbburinn Leynir Elsa Maren Steinarsdóttir og Stefán Orri Ólafsson 7.-10. júlí 2021
19 Golfklúbburinn Mostri. Helga Björg Marteinsdóttir og Margeir Ingi Rúnarsson 30. júní – 3. júlí
20 Golfklúbburinn Skrifla 2 mót á dagskrá Opna Nes 24. júlí og Snorramótið 21. ágúst – EKKERT MEISTARAMÓT!
21 Golfklúbbur Staðarsveitar 3 mót: Kríumótið – Töðugjöld – Tuddamótið …. en EKKERT MEISTARAMÓT!
22 Golfklúbburinn Vestarr. Anna María Reynisdóttir og Heimir Þór Ásgeirsson 7.-10. júlí 2021
Af 9 klúbbum á Vesturlandi héldu 5 þeirra meistaramót. Það er 55% meistaramótshald, sem er svipað og oft áður, þó maður sakni meistaramóts Golfklúbbsins Glanna, sem haldið var hér áður fyrr.

Ólafía Björnsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GBB. Mynd: Í einkaeigu
Vestfirðir
23 Golfklúbbur Bíldudals – Meistaramót GBB – Ískalk styrkir 1.-3. júlí 2021 Ólafía Björnsdóttir og Jens Bjarnason
24 Golfklúbbur Bolungarvíkur Valdís Hrólfsdóttir og Wirot Khiansanthia 3.-4. júlí 2021
25 Golfklúbburinn Gláma EKKERT MEISTARAMÓT
26 Golfklúbbur Hólmavíkur EKKERT MEISTARAMÓT
27 Golfklúbbur Ísafjarðar Sólveig Pálsdóttir og Anton Helgi Guðjónsson 30. júní – 3. júlí 2021
28 Golfklúbbur Patreksfjarðar Björg Sæmundsdóttir og Helgi Aage Torfason 1.-3. júlí 2021
Meistaramót á Vestfjörðum var með besta móti árið 2021 – 66% klúbba héldu meistaramót. Gaman væri að sjá „Hamingjumótið“ aftur á dagskrá hjá Golfklúbbi Hólmavíkur!

Ólína Þórey Guðjónsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GKS 2021
Norðvesturland
29 Golfklúbbur Siglufjarðar Ólína Þórunn Guðjónsdóttir og Jóhann Már Sigurbjörnsson 8.-10. júlí 2021
30 Golfklúbburinn Ós (GÓS) Gréta Sigfúsdóttir og Jón Jóhannsson 2.-3. júlí 2021
31 Golfklúbbur Skagastrandar (GSK) 17 mót á dagskrá en ekkert MEISTARAMÓT
32 Golfklúbbur Sauðárkróks (GSS) Anna Karen Hjartardóttir og Arnar Geir Hjartarson 7.-10. júlí
Meistaramótshald á Norðvesturlandi var með mestu ágætum 2021 – 75% klúbba héldu meistaramót – aðeins munaði um að GSK heldi meistaramót, þá hefði verið um 100% meistaramótshald á Norðvesturlandi!

Marsibil Sigurðardóttir klúbbmeistari GHD 2021 f.m
Norðausturland
33 Golfklúbbur Akureyrar (GA) Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og Lárus Ingi Antonsson 7.-14. júlí 2021
34 Golfklúbbur Fjallabyggðar Brynja Sigurðardóttir og Sigurbjörn Þorgeirsson (GFB) 5.-10. júlí 2021
35 Golfklúbbur Húsavíkur (GH). Birna Dögg Magnúsdóttir og Karl Hannes Sigurðsson 7.-10. júlí 2021
36 Golfklúbburinn Hamar (GHD) Marsibil Sigurðardóttir og Andri Geir Viðarsson 7.-10. júlí 2021
37 Golfklúbburinn Hvammur Grenivík (GHV) – ER EKKI LENGUR Á SKRÁ HJÁ GSÍ???
38 Golfklúbbur Mývatnssveitar (GKM) EKKERT MÓT – EKKI EINU SINNI „GOLF & GUFA“???
39 Golfklúbburinn Lundur (GLF) Kristveig Atladóttir og Bjarni Kjartansson 29. ágúst 2021
40 Golfklúbburinn Gljúfri (GOG) EKKERT MÓT
41 Golfklúbbur Vopnafjarðar (GOV) EKKERT MÓT
Af 9 klúbbum á Norðausturlandi héldu 55% þeirra eða 5 meistaramót. Maður saknar Golfklúbbs Mývatnssveitar, sem hélt meistaramót hér áður fyrr – eins væri auðvelt fyrir Gljúfra og GOV að skella í meistaramót. Það sem veldur áhyggjum er að hin leynda golfvallarperla GHV skuli ekki lengur vera á skrá hjá GSÍ 🙁

Óli Kristján tekur hér við verðlaunum á meistaramóti GHH. Mynd: Í einkaeigu
Austurland
42 Golfklúbbur Byggðarholts (GBE) 5 mót – EKKERT MEISTARAMÓT
43 Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs (GFH) 3 mót – EKKERT MEISTARAMÓT
44 Golfklúbbur Hornafjarðar (GHH). Jóna Benný Kristjánsdóttir og Óli Kristján Benediktsson 16.-18. júlí
45 Golfklúbbur Fjarðarbyggðar (GKF) 2 mót – EKKERT MEISTARAMÓT
46 Golfklúbbur Norðfjarðar (GN) 18 MÓT – EKKERT MEISTARAMÓT
47 Golfklúbbur Seyðisfjarðar (GSF) 17 MÓT – EKKERT MEISTARAMÓT
Enn sem fyrr er það GHH, sem heldur uppi heiðri Austurlands í meistaramótshaldi. Af 6 klúbbum er GHH sá eini sem hélt meistaramót 2021 – tæp 17% golfklúbba á Austurlandi halda meistaramót. Hér saknar maður meistaramóts GKF eða GN, sem stundum hafa haldið meistaramót. Enn sem fyrr virðist lítil hefð fyrir meistaramótshaldi á Austurlandi.

Allir sigurvegarar á meistaramóti GV 2021
Suðurland
48 Golfklúbbur Ásatúns EKKERT MEISTARAMÓT
49 Golfklúbburinn Dalbúi (GD) Margrét Björk Jóhannsdóttir og Magnús Gunnarsson 10.-11. júlí 2021
50 Golfklúbburinn Geysir (GEY) EKKERT MEISTARAMÓT
51 Golfklúbburinn Flúðir (GF) Hafdís Ævarsdóttir og Bergur Dan Gunnarsson 16.-17. júlí 2021
52 Golfklúbbur Hveragerðis (GHG) Fannar Ingi Steingrímsson og Ingibjörg Mjöll Pétursdóttir 7.-10. júlí 2021
53 Golfklúbbur Hellu (GHR) Guðný Rósa Tómasdóttir og Andri Már Óskarsson
54 Golfklúbburinn Kiðjaberg (GKB) Brynhildur Sigursteinsdóttir og Arnar Snær Hákonarson 15.-17. júlí
55 Golfklúbburinn Vík (GKV) EKKERT MÓT Á DAGSKRÁ
56 Golfklúbbur Selfoss (GOS) Alexandra Eir Guðjónsdóttir og Aron Emil Gunnarsson 5.-10. júlí 2021
57 Golfklúbburinn Tuddi (GOT) EKKERT MÓT Á DAGSKRÁ
58 Golfklúbburinn Úthlíð (GÚ) Þorgerður Hafsteinsdóttir og Jóhann Ríkharðsson 16.-17. júlí 2021
59 Golfklúbbur Vestmannaeyja (GV) Katrín Harðardóttir og Örlygur Helgi Grímsson 23.-26. júní 2021
60 Golfklúbbur Þorlákshafnar (GÞ) Svava Skúladóttir og Þórður Ingi Jónsson 30. júní – 3. júlí 2021
61 Golfklúbburinn Þverá Hellishólum (GÞH) Sigurrós Kristinsdóttir og Viðar Jóhannsson 9.-10. júlí 2021
62 Golfklúbbur Öndverðarness (GÖ) Ásgerður Sverrisdóttir og Sigurður Aðalsteinsson 1.-3. júlí 2021
Á Suðurlandi eru flestir golfklúbbar á landinu eða 15 talsins. Af þeim héldu 11 meistaramót, sem er frábært eða um 73% meistaramótshald á Suðurlandi 2021.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
