Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2017 | 09:00

Um 10% fækkun á meistaramótshaldi golfklúbba á Íslandi 2017

Á Íslandi eru 62 golfklúbbar.  Í ár, 2017, héldu 39 þeirra meistaramót, en 23 golfklúbbar ekki. Golf 1 hefir, líkt og á undanförnum árum verið með umfjöllun um flest þessara meistaramóta.

Í prósentum talið héldu 63% golfklúbba á landinu meistaramót 2017 – en 37% ekki.

Þetta er heilmikil fækkun meistaramóta frá því í fyrra, 2016, en þá héldu 45 golfklúbbar meistaramót sumarið og haustið 2016, en 17 klúbbar ekki. Síðasti golfklúbbur til að halda meistaramót sitt í fyrra, 2016,  var Golfklúbbur Brautarholts (GBR), en meistaramót þar var haldið 9.-10. september, en GBR er einn þeirra klúbba sem ekki hélt meistaramót í ár, 2017.  Í fyrra voru því alls  72,5% allra golfklúbba á Íslandi sem héldu meistaramót, en 27,5% ekki.

Milli áranna 2016 og 2017 er því 9,5% eða tæp 10% fækkun um meistaramót hjá golfklúbbum og er það slæmt.

Milli áranna 2015 og 2016 var fjölgun um 1 klúbb sem hélt meistaramót þ.e. 44 golfklúbbar stóðu fyrir meistaramótum 2015 og þeim fjölgaði um einn 2016, þegar 45 golfklúbbar stóðu fyrir meistaramótum, en nú er afturför um tæp 10%!!!

Ef brotið er niður eftir landshlutum kemur eftirfarandi í ljós:

Klúbbmeistarar GK 2017 Birgir Björn Magnússon og Hafdís Alda Jóhannsdóttir. Mynd: Golf 1

Klúbbmeistarar GK 2017 Birgir Björn Magnússon og Hafdís Alda Jóhannsdóttir. Mynd: Golf 1

Höfuðborgarsvæðið  – Þar eru 9 golfklúbbar og 8 þeirra stóðu fyrir meistaramótum eða tæp 89% golfklúbba, sem er hlutfallslega næstmesta meistaramótahald á landinu, 2017. Glæsilegt!!! Eins og áður er minnst á er það aðeins GBR, sem ekki stóð fyrir meistaramóti í ár – en tekið skal fram að meistaramótið í fyrra var fyrsta og eina meistaramót sem GBR hefir haldið.

Reykjanes – Er ávallt í broddi fylkingar þegar kemur að meistaramótum, en 100% allra golfklúbba á Reykjanesi (þ.e. allir 4)  stóðu fyrir meistaramótum árið 2017. Svo hefir líka verið undanfarin 2 ár og er það glæsilegt!!!

Suðurland – Þar eru flestir golfklúbba á landinu eða 15 – Þar héldu 11 golfklúbbar meistaramót í ár eða 73,3% og er það frábær frammistaða, þó alltaf megi gera betur.  Þeir golfklúbbar sem ekki stóðu fyrir meistaramótum 2017 eru eftirfarandi: Golfklúbbur Ásatúns (GÁS);  Golfklúbbur Dalbúa (GD); Golfklúbburinn á Vík (GKV) og Golfklúbburinn Tuddi (GOT).  Þess mætti geta að GÁS hefir oft staðið fyrir flottum meistaramótum og er miður að eitt slíkt skuli ekki hafa verið haldið í ár. Það sama er að segja um GD, meistaramót GD var reyndar auglýst en ekki er að sjá að það hafi farið fram – Það sama er að segja um GKV, sem skartar lengstu golfbraut landsins; meistaramót var auglýst en virðist ekki hafa farið fram. Engin breyting er hjá Golfklúbbnum Tudda, en hann hefir ekki haldið meistaramót a.m.k. í 2 ár.

Vesturland – Á Vesturlandi eru 9 golfklúbbar en aðeins 4 eða 44,4% golfklúbba á Vesturlandi stóðu fyrir meistaramótum. Það voru aðeins stærstu golfklúbbarnir á svæðinu GB, GL, GMS og GVG, sem stóðu fyrir meistaramótum 2017.  Engin hefð virðist vera fyrir að halda meistaramót hjá Golfklúbbi Staðarsveitar (GST) og Golfklúbbi Húsafells (GHF) og hafa engin meistaramót farið fram þar undanfarin 2 ár og því engin breyting hvað þá klúbba varðar.  Á undanförnum árum hafa hins vegar skemmtileg meistaramót verið haldin hjá Golfklúbbnum Glanna (GGB) og Golfklúbbnum Jökli í Ólafsvík (GJÓ) og miður að svo skuli ekki vera í ár.  Golfklúbburinn Skrifla auglýsti meistaramót í ár, en það virðist ekki hafa farið fram.  Vonandi heldur Skrifla og a.m.k. GGL og GJÓ aftur meistaramót að ári.  Reyndar er ekki að sjá neina fyrirstöðu af hverju GST og GHF ætti ekki að geta haldið skemmtileg meistaramót líka!

Vestfirðir – Á Vestfjörðum er ástandið hvað varðar meistaramótshald golfklúbba dapurt. Aðeins 2 af 6 golfklúbbum þar stóðu fyrir meistaramóti að því er best fæst séð þ.e. Golfklúbbur Bíldudals (GBB) og Golfklúbbur Ísafjarðar (GÍ).  Það eru því aðeins 33,3% golfklúbba á Vestfjörðum, sem standa fyrir meistaramótum árið 2017.  Sárt er að sjá að Golfklúbbur Bolungarvíkur og Golfklúbbur Patreksfjarðar stóðu ekki fyrir meistaramóti, en þeir tveir klúbbar hafa á undanförnum árum oft staðið fyrir flottum meistaramótum.  Engin breyting er hjá Golfklúbbnum Glámu á Þingeyri , sem skartar einhverri fallegustu par-3 braut landsins, með náttúrulegum fossi – þar er engin hefð að halda meistaramót en það væri gaman ef Golfklúbbur Hólmavíkur (GHÓ) stæði fyrir meistaramóti – en GHÓ hefir nokkra sérstöðu, þar sem hann setur metnað í að halda 1 mót á ári – hið glæsilega Hamingjumót, sem fleiri af höfuðborgarsvæðinu  að norðan og vestan mættu sækja, en þetta mót gæti í framtíðinni orðið frábært mót þar sem kylfingar norður, suður og vesturs hittast!

Norðurland vestra – Þar stóð aðeins helmingur eða 50% golfklúbba fyrir meistaramótum í ár. Golfklúbbur Skagastrandar (GSK) og Golfklúbbur Siglufjarðar (GKS) stóðu ekki fyrir meistaramótum í ár, sem er miður en báðir klúbbar hafa reglulega á undanförnum árum haldið meistaramót. Reyndar auglýsti GSK meistaramót sitt, en það virðist ekki hafa farið fram.

Norðurland eystra – Það stóðu 2/3 hluti golfklúbba eða 67% þ.e. 6 af 9 golfklúbbum fyrir meistaramótum 2017 og er það óbreytt ástand milli ára. Þeir klúbbar sem ekki héldu meistaramót voru: Golfklúbburinn Hvammur á Grenivík (GHV); Golfklúbburinn Gljúfrabúi í Ásbyrgi (GOG) og Golfklúbburinn á Vopnafirði (GOV). Engin sjáanleg ástæða er til að þessir 3 golfklúbbar gætu ekki haldið fín meistaramót, en golfvellir þeirra allra eru hreinustu perlur, sem gaman er að spila á.

Austurland – Golfklúbbar á Austurlandi eru líkt og Vestfirðirnir ekkert að standa sig í meistaramótshaldi.  Aðeins 2 af 6 golfklúbbum á Austurlandi stóðu fyrir meistaramótum 2017. Þessir tveir golfklúbbar á Austfjörðum bera höfuð og herðar yfir aðra á því svæði en það eru Golfklúbburinn Höfn í Hornafirði (GHH) og Golfklúbbur Fjarðarbyggðar (GKF) – þeir héldu flott meistaramót í ár. Reyndar nokkuð sérstakt að báðir þessir klúbbar eru ekki þeir stærstu, sem sýnir að klúbbur þarf ekki að vera stór til þess að hægt sé að halda meistaramót.   Vont er að sjá stóra, flotta, gamalgróna golfklúbba á Austurlandi líkt og GBE, GFH, GN og GSF ekki halda golfmót. Reyndar auglýsti GN að meistaramót myndi fara fram í ár, 10. september 2017 og var beðið með nokkurri spennu eftir því hér á Golf 1, en það var fellt niður vegna lélegrar þátttöku.  Vonandi er að fleiri golfklúbbar á Austurlandi, sem og á öðrum svæðum Íslands haldi meistaramót að ári.

Hér er loks yfirlit yfir klúbbmeistara þeirra golfklúbba sem stóðu fyrir meistaramótum í ár: 

Rögnvaldur og Hrafnhildur klúbbmeistarar GO 2017. Mynd: Helga Björnsdóttir

Rögnvaldur og Hrafnhildur klúbbmeistarar GO 2017. Mynd: Helga Björnsdóttir

Höfuðborgarsvæðið (9)

GÁ  Sigrún Sigurðardóttir og Guðlaugur Georgsson, 10.-12. ágúst.

GBR Ekkert meistaramót

GK Hafdís Alda Jóhannsdóttir og Birgir Björn Magnússon, 2. – 8. júlí.

GKG  Ingunn Gunnarsdóttir og Egill Ragnar Gunnarsson, 2.- 8. júlí

GM  Heiða Guðnadóttir og Kristján Þór Einarsson, 3.-8. júlí 2017

GO Hrafnhildur Guðjónsdóttir  og Rögnvaldur Magnússon, 1.-8. júlí

GR Ragnhildur Sigurðardóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson,   2.-8. júlí.

GSE Jóhanna Margrét Sveinsdóttir og Tryggvi Valtýr Traustason., 5.-8. júlí.

NK Karlotta Einarsdóttir og Oddur Óli Jónasson, 1.-8. júlí.

Guðmundur Rúnar og Karen klúbbmeistarar GS 2017. Mynd: Í einkaeigu

Guðmundur Rúnar og Karen klúbbmeistarar GS 2017. Mynd: Í einkaeigu

Reykjanes (4)

GG Andrea Ásgrímsdóttir og Helgi Dan Steinsson, 12. – 15. júlí.

GS  Karen Guðnadóttir og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, 5.-8. júlí 2017.

GSG Milena Medic og Pétur Þór Jaidee, 5.-8. júlí 2017.

GVS Sigurdís Reynisdóttir og Adam Örn Stefánsson, 29. júní – 2. júlí 2017.

Johanna Lea og Örlygur Vestmannaeyjameistarar í golfi 2017. Mynd: Eyjafrettir.is

Johanna Lea og Örlygur Vestmannaeyjameistarar í golfi 2017. Mynd: Eyjafrettir.is

Suðurland (15)  

GÁS Ekkert meistaramót.

GD: Ekkert meistaramót.

GEY: Edwin Roald Rögnvaldsson, 23. júlí 2017.

GF: Jónína Birna Sigmarsdóttir og Sindri Snær Alfreðsson, 14.-15. júlí

GHG: Ingbjörg Mjöll Pétursdóttir og Elvar Aron Hauksson, 5.-8. júlí

GHR: Katrín Björg Aðalsteinsdóttir og Andri Már Óskarsson, 5.-8. júlí.

GKB: Áslaug Sigurðardóttir og Rúnar Óli Einarsson, 12.-15. júlí.

GKV: Ekkert meistaramót.

GOS Heiðrún Anna Hlynsdóttir og Hlynur Geir Hjartarson, 4. – 8. júlí.

GOT: Ekkert meistaramót.

GÚ: Kristrún Runólfsdóttir og Jóhann Ríkharðsson, 14.-15. júlí.

GV: Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Örlygur Helgi Grímsson, 28. júní – 1. júlí.

GÞ: Ásta Júlía Jónsdóttir og Ingvar Jónsson. 20.-23. júní 2017.

GÞH: Guðmundína A. Kolbeinsdóttir og Sigurpáll Geir Sveinsson, 2.-3. september 2017.

GÖ: Steinn Auðunn Jónsson og Ásgerður Sverrisdóttir, 6.-8. júlí.

Klúbbmeistarar GVG 2017

Klúbbmeistarar GVG 2017

Vesturland (9)  

GB: Brynhildur Sigursteinsdóttir og Finnur Jónsson, 5.-8. júlí.

GGB: Ekkert meistaramót.

GHF: Ekkert meistaramót.

GJÓ: Ekkert meistaramót.

GL Hulda Birna Baldursdóttir og Hannes Marinó Ellertsson, 5.-8. júlí.

GMS: Helga Björg Marteinsdóttir og Sigursveinn P Hjaltalín, 28. júní – 1. júlí.

GSR: Ekkert meistaramót.

GST: Ekkert meistaramót.

GVG: Jófríður Friðgeirsdóttir og Pétur Vilbergur Georgsson, 20.-23. júní

Sigurvegarar á Meistaramótii GÍ 2017. Mynd: GÍ

Sigurvegarar á Meistaramótii GÍ 2017. Mynd: GÍ

Vestfirðir (6) 

GBB Ólafía Björnsdóttir og Magnús Jónsson, 6. júlí.

GBO: Ekkert meistaramót.

GGL: Ekkert meistaramót.

GHÓ: Ekkert meistaramót.

GÍ: Anna Guðrún Sigurðardóttir og Stefán Óli Magnússon, 3.-6. júlí.

GP: Ekkert meistaramót.

Klúbbmeistarar GSS 2017: og Árný Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson. Mynd: GSS (þ.e. Hjörtur Geirmundsson)

Klúbbmeistarar GSS 2017: og Árný Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson. Mynd: GSS (þ.e. Hjörtur Geirmundsson)

Norðurland vestra (4)  

GKS: Ekkert meistaramót.

GÓS: Guðrún Ásgerður Jónsdóttir og Jón Jóhannsson og.7.-9. júlí.

GSK: Ekkert meistaramót.

GSS: Árný Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarsson, 12.-15. júlí.

Klúbbmeistarar GA 2017: Kristján Benedikt Sveinsson og Stefanía Elsa Jónsdóttir. Mynd: GA

Klúbbmeistarar GA 2017: Kristján Benedikt Sveinsson og Stefanía Elsa Jónsdóttir. Mynd: GA

Norðurland eystra (9)   

GA Stefanía Elsa Jónsdóttir og Kristján Sveinn Benediktsson, 5.-8. júlí.

GFB: Dagný Finnsdóttir og Sigurbjörn Þorgeirsson, 5.-8. júlí

GH: Birna Dögg Magnúsdóttir og Unnar þór Axelsson, 19.-22. júlí.

GHD: Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Heiðar Davíð Bragason, 5.-8. júlí.

GHV: Ekkert meistaramót.

GKM: Kristján Stefánsson, 13. júlí.

GLF: Halla Sif Svavarsdóttir og Stefán Magnús Jónsson, 3. september.

GOG: Ekkert meistaramót.

GOV: Ekkert meistaramót.

Óli Kristján tekur hér við verðlaunum á meistaramóti GHH. Mynd: Í einkaeigu

Óli Kristján tekur hér við verðlaunum á meistaramóti GHH. Mynd: Í einkaeigu

Austurland (6)  

GBE Ekkert meistaramót.

GFH Ekkert meistaramót.

GHH Óli Kristján Benediktsson, 7.-9. júlí.

GKF Kristbjörg S. Reynisdóttir og Viktor Páll Magnússon, 13. ágúst.

GN: Ekkert meistaramót

GSF: Ekkert meistaramót.