Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2022 | 10:00

Meintir dónakarlar staðnir að svindli í golfi

Á vefmiðlinum mannlif.is birtist grein sem ber fyrirsögnina: „Meintir gerendur í máli Vítalíu sakaðir um svindl í golfi“

Þar er að finna áhugaverðan vinkil á nýlegu máli, sem farið hefir mikinn í fjölmiðum nú nýverið.

Um er að ræða mál  5 þjóðþekktra og áhrifamiklla karla í viðskipta- fjölmiða- og líkamsræktargeiranum, sem hafa verið bornir sökum um að hafa brotið kynferðislega á 24 ára konu, Vítalíu Lazarevu, í heitum potti, í sumarbússtaðaferð sl. haust.

Hafa þeir nú allir látið tímabundið af störfum í þeim áhrifamiklu stöðum, sem þeir eru í.

Það sem vekur athygli í fréttinni er 4 hinna meintu geranda eru í golffélagsskapnum „Stullunum.“

Á síðasta ári úrskurðaði aganefnd Golfklúbbs Reykjavíkur, GR, í máli þar sem í ljós kom að Stullarnir höfðu svindlað í kerfi klúbbsins og skapað sér með svindlinu forgang í skráningarkerfi um rástíma á golfvöllum. Til að ná þessu fram notuðu Stullarnir tölvuforrit og ákvað GR að dæma formann Stullanna í tímabundið bann frá völlum GR.

Sjá má frétt mannlifs.is í heild með því að SMELLA HÉR: 

Það aftur á móti sýnir hversu sönn orð Tiger Woods eru, sem hann lét eitt sinn falla, um að „golfið endurspeglaði lífið.“ T.d. og það á vel við hér: Ef brotið er af sér í golfi þá eru líkur á því að sá sami eða sömu aðilar geri það einnig í lífinu eða öfugt sá sem gerist brotlegur í lífinu, brýtur einnig af sér í golfi.

Frægt dæmi um það er m.a. fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, en hann á það sameiginlegt með hinum meintu íslensku kynferðisbrotamönnum að vera hafa verið sakaður um kynferðisbrot (nauðgun), en einnig vera valdamikill, í viðskiptum og golfi. Skrifuð hefir verið heil bók um hann og svindl hans í golfi …. „Commander in Cheat“.

Það er bara sorglegt þegar þjóðþekktir og/eða valdamiklir aðilar telja sig geta komist upp með það að svindla og brjóta á öðrum… Þeir telja líklega að þeir komist upp með það í ljósi þess að þeir eiga valdamikla vini, sem styðja þá með „like“-um; ef ekki sýknu í dómssal, ef svo ólíklega vill til að málið rati þá leið. Fórnarlömb eiga því miður oftar en ekki mun erfiðara með að leita réttar síns m.a. vegna fjárhagslegra og valdabundinna yfirburða brotamannanna.

Þá, eins og alltaf, á lítilmagninn aðeins þann kost að reyna að valda sem mestum mannorðshnekki með því að stinga brotum ekki undir þagnarhjúp heldur ljóstra upp um glæpinn … sem aftur veldur öðrum hópi ólýsanlegum sárindum, þar sem eru saklausir aðstandendur brotamannanna; m.a. eiginkonur og börn …

En hér skal staðar numið; markmiðið með greininni er aðeins, að benda á hversu góður spegill lífsins golfið er.